40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 9 Eftirfarandi hæfniviðmið er að finna í kafla aðalnámskrár um samfélagsgreinar en réttindasmiðjan byggir á þeim. Við lok 7. bekkjar getur nemandi: Reynsluheimur • sýnt fram á skilning á mikilvægum gildum, svo sem kærleika, mannhelgi, félagslegu réttlæti, umhyggju fyrir öðrum mönnum og öllu lífi • lýst með dæmum áhrifum tækni og mannlegra athafna á samfélag og umhverfi. • gert sér grein fyrir margbreytileika fjölskyldna og margvíslegum hlutverkum innan þeirra. • gert sér grein fyrir hugmyndum um samhjálp og velferð og framkvæmd hennar í samfélaginu Hugarheimur • tileinkað sér heilbrigða og holla lífshætti • gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og rætt þýðingu þess • sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn á völdum stöðum og tímum Félagsheimur • tekið þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu • borið kennsl á ólíkan bakgrunn fólks og virt frelsi þess til mismunandi trúar, lífsgilda, skoðana og lífshátta • metið og brugðist við ólíkum skoðunum og upplýsingum á fordómalausan hátt • rökrætt um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðilegum toga • tekið þátt í samræðu um stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur, sýnt ábyrgð í samskiptum og áttað sig á réttindum sínum samkvæmt alþjóðasáttmálum • tjáð þekkingu sína og viðhorf með fjölbreyttum hætti, einn og í samstarfi við aðra • nefnt dæmi um gildi jafnréttis og mannréttinda í samfélaginu og rætt áhrif staðalímynda • sýnt sanngirni, sjálfstraust og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra • rætt um eigin athafnir og afleiðingar þeirra • tekið þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt • sýnt samferðafólki sínu tillitssemi og umhyggju í öllum samskiptum (Aðalnámskrá, 2013, bls. 198–203) Námsmat Lagt er til að lögð verði fyrir könnun í lok vinnunnar í smiðjunum til að kanna hvort og hvernig nemendur hafi tileinkað sér efnið. Nemendum er heimilt að hafa Barnasáttmálann hjá sér þegar könnunin er tekin. Kennarar geta einnig metið verkefnin jafnóðum og í mörgum þeirra getur sjálfsmat nemenda eða jafningjamat einnig hentað vel.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=