Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 88 Fylgiskjal 2 BARNASÁTTMÁLINN Grundvallarreglur Barnasáttmálans: Öll réttindi Barnasáttmálans eru mikilvæg en þó eru fjögur ákvæði hans sem eiga alltaf við. Mikilvægt er að hafa þær í huga þegar sáttmálinn er notaður og önnur ákvæði sáttmálans eru skoðuð: 2. gr. Jafnrétti – bann við mismunun Öll börn eiga að njóta allra réttinda Barnasáttmálans án tillits til þess hver þau eru, hvar þau búa, hvaða tungumál þau tala, á hvað þau trúa, hvernig þau hugsa og líta út, af hvaða kyni þau eru, hvort þau eru fötluð, rík eða fátæk og án tillits til þess hvað fjölskylda þeirra gerir eða trúir á. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti. 6. gr. Réttur til lífs og þroska Sérhvert barn á meðfæddan rétt til lífs og skulu aðildarríkin tryggja að það megi lifa og þroskast. 3. gr. Það sem er barninu fyrir bestu Allar ákvarðanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir og þjónusta sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfsmanna og yfirumsjón. 12. gr. Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=