40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 87 Barnasáttmálinn og Ísland: Barnasáttmálinn var fullgiltur fyrir Íslands hönd árið 1992. Það þýddi að Ísland lofaði Sameinuðu þjóðunum að virða og uppfylla ákvæði sáttmálans. Barnasáttmálinn varð svo að íslenskum lögum þann 20. febrúar árið 2013 en það gerir það að verkum að auðveldara er að passa upp á að farið sé eftir honum. Barnasáttmálinn – um hvað er hann? Barnasáttmálinn hefur þrjú þemu. Þau eru umönnun, vernd og þátttaka. Þannig á hann að tryggja öllum börnum að hugsað sé vel um þau og þau fái það sem þau þurfa til að líða vel bæði líkamlega og andlega. Til þess þurfa þau margt, t.d. heimili, næringu, svefn, menntun, leiðsögn og heilbrigðisþjónustu, vernd gegn ofbeldi, vímuefnum, skaðlegri vinnu og öðru sem er vont fyrir þau. Þau þurfa líka að fá tækifæri til þess að hafa áhrif á líf sitt og samfélagið sitt og því hafa þau tjáningarfrelsi, skoðanafrelsi, rétt til einkalífs og rétt á því að fá tækifæri til að tjá skoðanir sínar um það sem varðar þau og að fullorðnir hlusti á þau. Stjórnvöld og þeir fullorðnu bera ábyrgð á því að búa svo um að réttindi barna séu virt. Sáttmálinn er settur saman úr 54 greinum og þar af eru fyrstu 42 greinarnar sem eru efnislegar og það eru þær sem allir þurfa að þekkja. Greinar 43-52 eru tæknilegri og útskýra hvernig Barnasáttmálinn virkar. Allar greinarnar eru jafn mikilvægar. Það fer svo eftir aðstæðum hverju sinni hvaða grein skiptir einstök börn mestu máli. T.d. er 23. grein afar mikilvæg fyrir öll börn með fötlun og 30. gr mjög mikilvægt fyrir börn af erlendum uppruna. Allar greinarnar tengjast og því þarf ávallt að horfa á réttindin sem eina heild. T.d. má nefna að þrátt fyrir að öll börn hafi bæði skoðanafrelsi og tjáningafrelsi mega þau samt ekki segja hvað sem er. Þau mega ekki tjá sig á þann hátt að það brjóti gegn réttindum annarra til verndar gegn andlegu ofbeldi.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=