Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 76 Verkefni 4: Sendum bréf Börn geta gert heilmikið en ekki allt. Hvað þurfa stjórnvöld eða fólk í valdastöðum að gera? Kennari stjórnar umræðum um hlutverk opinberra aðila í því að koma Heimsmarkmiðunum í framkvæmd. Í þessu verkefni skrifa nemendur saman bréf til opinbers aðila eða manneskju í valda- eða áhrifastöðu. Nemendur og kennari skoða saman hugmyndalistann úr fyrra verkefni. Er eitthvað á listanum sem opinberir aðilar gætu látið verða að veruleika? Þá getur verið gott að skrifa viðkomandi og hvetja til aðgerða. Nemendur geta líka komið með hugmyndir að íslenskri áhrifamanneskju sem sniðugt væri að senda skilaboð í þeim tilgangi að virkja hana til þess að vekja fólk til meðvitundar um heimsmarkmiðin og getu sína til áhrifa. Kennari skrifar hugmyndir upp á töflu. Nemendur geta þá kosið um manneskju til að hafa samband við vegna þess að þau telja hana geta náð til fjöldans. Svo útbýr hópurinn sameiginleg skilaboð til viðkomandi manneskju þar sem hann hvetur hana til þess að vekja athygli á ákveðnum markmiðum. Hópurinn lætur fylgja hugmyndir um hvernig það getur hjálpað. Kennari getur svo hjálpað nemendum að koma skilaboðunum til viðkomandi ef hann kýs. Nemendur geta valið um það hvers konar skilaboð þau útbúa, t.d. mætti útbúa myndskilaboð eða skrifa bréf til að senda í bréfpósti. Þetta getur verið áhrifamikið en ef smiðjan er kennd oft þarf að huga að því að sömu manneskjunni sé ekki sendur póstur ítrekað. Stundum berast svör og getur það glatt nemendur mikið og sýnt þeim að á þau sé hlustað. Á vefsíðu Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi er að finna sérstakan skólavef um Heimsmarkmiðin þar sem má finna fjöldamörg verkefni fyrir nemendur á öllum aldri sem snúa að heimsmarkmiðunum. Verkefnin eru hluti af stóru alþjóðlegu verkefni sem kallast Heimsins stærsta kennslustund. Einnig má benda á frábæra þætti um Heimsmarkmiðin sem RÚV framleiddi: Verkefni 5: Heimsókn og kynning Í lok vinnu með Barnasáttmálann og mannréttindi væri mjög við hæfi að kynna verkefni hópsins fyrir öðrum. Nemendur gætu heimsótt einhvern í nærsamfélaginu og kynna verkefnin sín, t.d. elliheimili, verslanir, bókasöfn eða fyrirtæki, kynnt verkefni fyrir foreldrum eða öðrum bekkjum í skólanum eða búið til eitthvað í smiðjunum sem hægt er að hafa úti, t.d. um fordóma eða fyrirmyndir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=