40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 75 Verkefni 2: Hvað get ég gert? – framhald Kennari og bekkurinn skoða saman hugmyndirnar sem komu fram í síðasta verkefni og velja hvaða hugmynd eða hugmyndum bekkurinn vill koma í verk. Þetta getur verið nánast hvað sem er, stórt eða smátt. Nemendur geta til dæmis tekið að sér vanræktan reit í nærumhverfi sínu, hreinsað hann og gert hann aðlaðandi fyrir menn og lífríki, tekið saman eigin neyslu og minnkað óþarfann, útbúið fræðsluefni eða slagorð, farið í kröfugöngu og svo framvegis. Bekkurinn getur unnið sameiginlegt verkefni ef það hentar. Það má líka skipta nemendum upp í hópa sem velja sér verkefni. Til að hugmyndir nemenda geti orðið að veruleika getur verið gott að fylgja skipulögðu vinnuferli. Gott er að nemendur skrái allt sem tengist verkefninu í rafrænt skjal eða stílabók. Hér er dæmi um verkferli: • Hugmyndavinna – hvað getum við gert og hvað viljum við gera. • Verkefnalýsing – hvað ætlum við að gera, hvernig ætlum við að gera það og hver á árangurinn að vera? • Verk- og tímaáætlun – hvenær ætlum við að gera hvað? Hvað þurfum við mikinn tíma? • Þurfum við aðstoð? Ef svo er, hvar getum við fengið hana? • Þarf áhöld? Ef svo er, hvar getum við útvegað þau? • Verkefni unnið • Hvernig gekk? Nemendur taka saman árangur verkefnisins. Verkefni 3: Borðspil https://un.is/kennsluefni/afram-heimsmarkmidin/
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=