Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 74 • Ef allir fengju jöfn tækifæri til menntunar, er þá ekki líklegt að jöfnuður myndi aukast (markmið 19) og þar með friður og réttlæti (markmið 16)? • Er ekki líklegra að markmiðin náist ef við vinnum öll saman (markmið 17)? Verkefni 1: Hvað get ég gert? Kveikja Kennari sýnir kveikju sem hvetur börn til umhugsunar um eigin getu til aðgerða. Til dæmis: Heimsmarkmið, teiknimynd. Börn sem hafa haft áhrif! Börn stíga fram – börn sem hafa haft áhrif! Kennari stjórnar umræðum um heimsmarkmiðin. Dæmi um umræðupunkta: • Hvað eru Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna? • Hvað er sjálfbær þróun? • Hvað getum við gert til að heimsmarkmiðin náist? • Hvað þurfa stjórnvöld að gera til að heimsmarkmiðin náist? • Hvernig getum við virkjað fleiri til að hjálpa til í þessari baráttu? • Hvernig getum við virkjað annars vegar fólkið í kringum mig og hins vegar áhrifafólk sem hefur tækifæri til að ná til fleira fólks? Hver og einn getur haft áhrif Kennari undirstrikar að til þess að heimsmarkmiðin náist þurfi allir jarðarbúar að vinna saman. Gjörðir okkar allra skipta máli, alveg sama hvort þú ert barn eða fullorðinn, við getum öll lagt okkar af mörkum. Horft er á myndbandið Endurnýta, endurvinna og eyða minna sem UNICEF á Íslandi lét útbúa, en þar eru loftslagsáhrifin útskýrð vel og farið yfir margar hugmyndir um hvernig hver og einn getur lagt sitt af mörkum. Nemendur punkta hjá sér hugmyndir á meðan. Þegar myndbandinu lýkur segir kennari að nú sé markmiðið að fylla töfluna af hugmyndum! Nemendur setja af stað hugarstorm um allt sem þau geta mögulega gert til þess að leggja sitt af mörkum. Kennari fyllir töfluna af hugmyndum nemenda. Hér er líka hægt að nota Fylgiskjal 28. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 117 Fylgiskjal 28 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun Hvað get ég gert?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=