40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 73 • Öll markmiðin tengjast. Dæmi: • Ef allir fengju menntun væri minni fátækt. • Ef það væri ekkert hungur byggi fólk við betri heilsu. • Ef jafnrétti kynjanna væri tryggt væri meiri friður. • Ef sjálfbær orka væri tryggð ættu borgir auðveldara með að vera sjálfbærar. • Ef neysla fólks væri ábyrgari væri auðveldara að vernda líf á landi. • Stjórnvöld bera mesta ábyrgð en við getum þó öll lagt okkar af mörkum. Ástæðan fyrir því að aðildarríkin komu sér saman um þessi markmið var sú að ástæða þótti til að staldra við og setja stefnuna á að koma veröldinni á braut sjálfbærni og auka viðnámsþol hennar. Mannkynið hefur mengað plánetuna meira síðastliðin 100 ár en öll árin á undan til samans og það stefnir í óefni ef ekkert er að gert og þróunin verður áfram sú sama. Þá er ójöfnuður og fátækt í heiminum óásættanleg og ástæða til að setja skýra stefnu og stór markmið um að útrýma hvoru tveggja. Heimsmarkmiðin eru því sameiginleg framkvæmdaáætlun aðildarríkjanna um hvernig allir jarðarbúar geti unnið saman að því að vernda jörðina og náttúruna og skapað jafnrétti, hagsæld og frið fyrir alla jarðarbúa. Ríkisstjórnir og hagsmunaaðilar þjóna þar mikilvægu hlutverki en einnig hinn almenni borgari. Mikilvægt er að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir, þar sem allar manneskjur sem á jörðinni búa eru jafn mikilvægar. Því er mikilvægt að jarðarbúar hugsi um fólkið sem á þessari plánetu býr sem eina heild og átti sig á því að það sem gert er í einu landi getur haft áhrif í öðru landi víðs fjarri. Öll heimsmarkmiðin tengjast og mynda órjúfanlega heild. Kennari útskýrir þetta vel og notar myndina af heimsmarkmiðunum sér til stuðnings. Sjá Fylgiskjal 27. • Sem dæmi er gott að nefna markmið númer 4, menntun fyrir alla. Ef allir fengju jöfn tækifæri til menntunar, er þá ekki líklegt að það yrði minni fátækt (markmið 1)? • Ef fátækt minnkar, er þá ekki líklegt að hungur minnki (markmið 2)? • Ef fátækt og hungur minnka, er þá ekki líklegt að heilsa fólks verði betri (markmið 3)? • Ef allir fá menntun, er þá ekki líklegt að fleiri geri sér grein fyrir mikilvægi jafnréttis (markmið 5)? • Er þá ekki líklegt að fleiri átti sig á því hve mikilvægt það er að við mengum ekki jörðina og göngum betur um (markmið 13, 14 og 15)? • Er þá ekki líklegra að það verði fleiri frumkvöðlar í leit að nýjum og sjálfbærum lausnum þegar kemur að orku, hreinu vatni, matvælum og fatnaði (markmið 6, 7 og 9)? • Ef allir fá menntun við hæfi, er þá ekki líklegra að allir geri sér grein fyrir mikilvægi ábyrgrar neyslu (markmið 12)? 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 116 Fylgiskjal 27 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=