40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 71 Smiðja 12 HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA UM SJÁLFBÆRA ÞRÓUN OG HVERNIG GET ÉG HAFT ÁHRIF? Markmið: Að nemendur: • geri sér grein fyrir því að hver og ein manneskja getur haft áhrif með venjum sínum og gjörðum • þjálfi gagnrýna hugsun • skilji hvers vegna það er mikilvægt að ganga vel um náttúru og umhverfi • átti sig á mikilvægi þess að hugsa um heimsbyggðina sem eina heild • átti sig á því að það sem við gerum hér á Íslandi getur haft áhrif á þjóð sem er í órafjarlægð • geti tengt heimsmarkmiðin við nærumhverfi sitt • geri sér grein fyrir getu sinni til aðgerða og getu til að taka þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt Forþekking Kennari byrjar á hópaumræðu: • Í hvers konar heimi viljum við búa? • Í hvers konar heimi blómstrar þú? • Í hvers konar heimi geta öll börn notið réttinda sinna? • Hvernig viljum við að heimurinn sé eftir 100 ár? • Skiptir það máli hvernig við göngum um jörðina? • Er til eitthvað sem heitir réttindi jarðarinnar? Eða eru það mannréttindi að réttindi jarðarinnar séu virt? Kveikja Hvað er sjálfbær þróun? Myndband Kennari kynnir og útskýrir hugtökin markmið, heimsmarkmið og sjálfbærni. Skýringarmynd af sjálfbærri þróun má finna í Fylgiskjali 26. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 115 Fylgiskjal 26 Sjálfbær þróun skýringamynd Umhverfismarkmið Sjálfbær þróun Markmið um jöfnuð og jafnrétti Hagræn markmið Velferð Nýting náttúruauðlinda Heilnæmt umhverfi fyrir alla
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=