Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 70 Verkefni 3: Börn á flótta Spurningar og myndir til að vinna með. Fylgiskjal 25 þar sem þessar spurningar eru ásamt myndum af börnum á flótta. Kennari sýnir nemendum mynd af flóttabarni eða leyfir nemendum að leita að öðrum myndum af einstaklingi á flótta. Dæmi um umræðupunkta: • Hvað heldur þú að barnið á myndinni sé að hugsa? • Hvernig heldur þú að barninu líði? • Hvað heldur þú að barnið hafi misst? • Hvað heldur þú að barnið langi til að gera? • Hvaðan heldur þú að barnið sé að koma? • Hvar heldur þú að barnið á myndinni langi til að vera? • Hvað langar þig til að segja við barnið á myndinni? • Hvernig heldur þú að ferðin hjá barninu hafi verið? • Hvers heldur þú að barnið sakni mest? • Hvers heldur þú að barnið þarfnist mest? • Hvers konar aðstæður heldur þú að barnið búi við núna? • Hversu langan tíma heldur þú að barnið þurfi til að eignast eðlilegt líf? • Hvenær heldur þú að barnið hafi farið síðast í skóla? • Hvað langar þetta barn að verða þegar það verður fullorðið? • Hvað eigið þú og þetta barn sameiginlegt? • Hvað heldur þú að barnið láti sig dreyma um? • Hvað heldur þú að barnið hafi gert í gær? • Hvaða mannréttindi eða réttindi heldur þú að hafi verið brotin? Hér getur hentað að velja nokkra punkta til að ræða í bekknum. Síðan má til dæmis leyfa börnunum að velja eina eða fleiri spurningar af listanum, svara henni/þeim og kynna síðan svarið/svörin í bekknum. Hér er hægt að vinna með Fylgiskjal 25, sem er myndir og spurningar. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 113 Fylgiskjal 25 Börn á flótta Veldu þér mynd af barni eða finndu mynd á netinu eða í blöðunum. • Hvað heldur þú að barnið á myndinni sé að hugsa? • Hvernig heldur þú að barninu líði? • Hvað heldur þú að barnið hafi misst? • Hvað heldur þú að barnið langi til að gera? • Hvaðan heldur þú að barnið se að koma? • Hvar heldur þú að barnið á myndinni langi til að vera? • Hvað langar þig til að segja við barnið á myndinni? • Hvernig heldur þú að ferðin hjá barninu hafi verið? • Hvers heldur þú að barnið sakni mest? • Hvað heldur þú að barnið þarfnist mest? • Hvernig aðstæður heldur þú að barnið búi við núna? • Hversu langan tíma heldur þu að barnið þurfi til að eignast eðlilegt líf? • Hvenær heldur þú að barnið hafi farið síðast í skóla? • Hvað langar þetta barn að verða þegar það verður fullorðið? • Hvað átt þú og þetta barn sameiginlegt? 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 114

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=