40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 69 Verkefni 1: Orðaský Mjög gott er að gera orðaský uppi á töflu í samvinnu við nemendur, eins og mælt er með í kennsluleiðbeiningunum fyrir Flóttamenn og farandfólk. Nemendur geta líka skapað eigin orðaský, rafrænt eða á pappír. Hér er tilvalið að kenna nemendum að nota hjálpartæki eins og Íslenskt orðanet. Verkefni 2: Ferðataska eða flóttataska • Hvað þýðir það að setja sig í spor annarra? • Af hverju er gott að kunna að setja sig í spor annarra? Kennari spyr nemendur hvort þeir viti hvað það þýðir. Umræður. Kennari útskýrir að það að geta sett sig í spor einhvers annars þýði að geta hugsað um hvað einhver annar er að ganga í gegnum, í hvaða aðstæðum viðkomandi sé og hugsað sér hvernig manni sjálfum myndi líða í sömu sporum. Það er gríðarlega mikilvægt að vera fær um að gera þetta vegna þess að með þessu móti getur þú skilið fólk mun betur en ella og öll mannleg samskipti verða betri. Með því að setja okkur í spor annarra verðum við næmari á þarfir þeirra og líðan, við verðum skilningsríkari, tillitssamari og umburðarlyndari. Því næst kynnir kennari verkefnið sem á að vinna. Verkefnið snýst um að setja sig í spor barna sem þurfa að flýja heimili sín, en hver sem er getur lent í því að þurfa að flýja heimili sitt vegna ófriðar eða náttúruhamfara. Ferðataska eða flóttataska er hluti af heimsins stærstu kennslustund sem Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og Félag Sameinuðu þjóðanna hafa þýtt. Nemendur teikna mynd af tveimur opnum töskum eða að kennari ljósritar Fylgiskjal 24, sem er teiknuð mynd af ferðatösku. Fyrst biður kennarinn börnin um að skrifa eða teikna í fyrri töskuna hverju þau myndu pakka niður ef þau væru á leiðinni í frí (að eigin vali) með fjölskyldunni. Næst biður kennarinn börnin um að taka upp hitt blaðið með tómri tösku. Nú eru aðstæður breyttar, það er skollið á neyðarástand og þau þurfa að flýja og vita ekki hvort eða hvenær þau koma aftur. Þau hafa 5 mínútur til þess að pakka. Hvað taka þau með? Í úrlausninni er mikilvægt að kennari tali t.d. um mikilvægi vegabréfsins og tengi við 7. gr. Barnasáttmálans. Hér er myndrænt sett fram hvað er í töskum flóttafólks. Innihald töskunnar fer meðal annars eftir aldri viðkomandi. Fylgiskjal 24 er teikning af ferðatösku. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 112 Fylgiskjal 24 Flóttafólk – Ferðataskan
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=