40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 68 Smiðja 11 BÖRN Á FLÓTTA OG AÐ SETJA SIG Í SPOR ANNARRA Markmið: Að nemendur • kynnist réttindum barna á flótta, sbr. 22. gr. Barnasáttmálans • skilji hvað það þýðir að setja sig í spor annarra • skilji tilgang þess að geta sett sig í spor annarra Forþekking • Hvaða fólk er flóttafólk? • Af hverju er fólk á flótta? • Hverjir geta lent í því að þurfa að leggja á flótta? • Hvernig heldur þú að flóttafólki líði? • Er hægt að vera flóttafólk í eigin landi, t.d. Íslandi? Kveikja – Saga lesin Lesin er bókin Flóttamenn og farandfólk, sem er hluti af bókaröðinni Börn í okkar heimi, gefin út af Menntamálastofnun. Bókin er eftir Louise Spilsbury og Ceri Roberts með myndum eftir Hanane Kai. Halla Sverrisdóttir þýddi. Lesturinn tekur um 15–20 mínútur en með umræðum tekur hann lengri tíma. Bókin útskýrir vel stöðu barna á flótta. Gott er að taka pásur á milli og gefa rými til umræðna. Samkvæmt leiðbeiningunum er bókinni skipt upp í 14 stutta kafla sem ná yfir 2–3 blaðsíður hver. Hver kafli býður svo upp á umræður og eru kennsluleiðbeiningarnar kaflaskiptar og fylgja bókinni blaðsíðu fyrir blaðsíðu. Aftast í bókinni eru hugtakaskýringar og atriðisorðaskrá. Bókin er til sem hljóðbók. Einnig eru mjög góðar kennsluleiðbeiningar á sérstökum námsvef sem fylgir. Fleiri hugmyndir að umræðupunktum og verkefnum er að finna í kaflanum. Áður en lestur hefst í kennsluleiðbeiningunum. 22. grein – Börn sem flóttamenn Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=