Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 65 Verkefni 1: Skyldur og ábyrgð barna Nemendur vinna saman í hópum og svara eftirfarandi spurningum. Kennari getur valið að skipta spurningum á milli hópa, til dæmis með því að draga. Nemendur þurfa að geta leitað sér upplýsinga í bókum og á netinu. • Lög og reglur geta átt við um börn. Nefnið tvö dæmi. • Eftir hverju fer það hversu miklar kröfur má gera til barna? • Hvenær verða börn sakhæf? • Sum réttindi geta takmarkast af réttindum annarra. Nefndu dæmi. Hóparnir kynna niðurstöður sínar í bekknum. Kennari hvetur þau sem hlusta hverju sinni til að spyrja spurninga og hrósa kynningunum. Hér er líka hægt að nota Fylgiskjal 21. Verkefni 2: Munur á reglum og lögum Þetta verkefni gæti verið leikur. Til dæmis er hægt að nefna eitt horn skólastofunnar lög og annað reglur. Kennari nefnir svo lög og reglur af handahófi og nemendur fara í það horn sem þeir telja rétt. Dæmi um lög og reglur: • Þegar þú færð bók að láni hjá bókasafninu þarft þú að skila henni á réttum tíma. Regla eða lög? • Þegar þú ferðast um í bíl þarft þú að nota sætisbelti. Regla eða lög? • Þegar þú vaknar á morgnana þarft þú að búa um rúmið þitt? Regla eða lög? • Þegar þú hjólar þarft þú að vera með hjálm. Regla eða lög? • Þegar þú ferð í göngutúr með hundinn þinn í hverfinu þarft þú að hafa hann í ól. Regla eða lög? • Þegar þú ferð í sund þarft þú að fara í sturtu fyrst. Regla eða lög? • Þegar þú stoppar við rautt gangbrautarljós. Regla eða lög? • Þegar þú réttir upp hönd þegar þú vilt tala í kennslustund. Regla eða lög? • Hér er líka hægt að nota Fylgiskjal 22. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 109 Fylgiskjal 21 Lög og reglur og ábyrgð barna – Verkefni Mælt er með því að verkefnið sé unnið saman í hópum þar sem nemendur ræða saman. Lög og reglur geta átt við um börn. Nefndu 2 dæmi: Eftir hverju fer það hversu miklar kröfur má gera til barna? Hvenær verða börn sakhæf? Sum réttindi geta takmarkast af réttindum annarra. Nefndu dæmi: 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 110 Fylgiskjal 22 Lög eða regla? Þegar þú færð bók að láni hjá bókasafninu þarft þú að skila henni á réttum tíma. Regla eða lög? Þegar þú ferð í göngutúr með hundinn þinn í hverfinu þarft þú að hafa hann í ól. Regla eða lög? Þegar þú ferðast um í bíl þarft þú að nota sætisbelti. Regla eða lög? Þegar þú ferð í sund þarft þú að fara í sturtu fyrst. Regla eða lög? Þegar þú vaknar á morgnana þarft þú að búa um rúmið þitt? Regla eða lög? Þegar þú stoppar við rautt gangbrautarljós. Regla eða lög? Þegar þú hjólar þarft þú að vera með hjálm. Regla eða lög? Þegar þú réttir upp hönd þegar þú vilt tala í kennslustund. Regla eða lög?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=