Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 64 minna á að börn missa aldrei réttindi sín og ef þeim verður á að fara ekki eftir reglum getur verið að það sé vegna aldurs og þroska og ber að leiðbeina þeim en ekki refsa. Þá skulu öll lög og reglur sem eiga við um börn vera í samræmi við Barnasáttmálann. Í Barnasáttmálanum er fjallað um réttindi allra barna. Börn sem fræðast um sáttmálann læra þannig um sín eigin réttindi og réttindi annarra barna á sama tíma. Það er mikilvægt að börn geri sér grein fyrir að þeim ber að virða réttindi annarra barna, rétt eins og þau eiga rétt á að virðing sé borin fyrir þeirra réttindum. Það fer svo eftir aldri og þroska barna hversu mikla kröfu er hægt að gera til barna um að gera það, en mikilvægt er að fullorðnir leiðbeini börnum um samskipti. Þar bera foreldrar og forráðamenn mesta ábyrgð, sbr. 5. gr. sáttmálans um leiðsögn fjölskyldu. Eftir því sem börn eldast gera þau sér betur og betur grein fyrir því hvernig koma skal fram við aðra þannig að réttindi þeirra séu virt, t.d. með því að koma vel fram, virða skoðanir annarra, passa upp á orðin sín, hafa vinnufrið o.s.frv. Þannig eykst krafan sem gera má til barna um að virða réttindi annarra og fara eftir lögum og reglum sem þau varða, eftir því sem barnið eldist og þroskast. Á unglingsaldri verður ábyrgð barna meiri. Til dæmis verða börn sakhæf 15 ára, en það þýðir að þá má gefa út ákæru á hendur þeim og refsa fyrir refsiverð brot sem þau hafa framið. 40. gr. Barnasáttmálans fjallar sérstaklega um réttindi barna sem sökuð er um að brjóta lög. T.d. má ekki fangelsa börn með fullorðnum, þau skulu fá lögfræðiaðstoð og fá að vera í tengslum við fjölskyldu sína. Fangelsi á alltaf að vera síðasti valkostur og einungis í stysta mögulega tíma. Á Íslandi gildir sérstök reglugerð um börn sem fá dóm en þau skulu afplána á vegum barnaverndaryfirvalda en ekki í fangelsi, nema það sé barninu fyrir bestu að mati fagaðila. Öll eiga að virða réttindi annarra Öll börn eiga að virða réttindi annarra eftir bestu getu og koma vel fram við annað fólk. Því eldra sem barnið er, þeim mun betur er það hæft til þess. Sum réttindi eru takmarkalaus en önnur geta takmarkast af réttindum annarra Mikilvægt að gera sér grein fyrir því að sum réttindi hafa engin takmörk, eins og t.d. réttur barna til verndar gegn ofbeldi. Ofbeldi á aldrei rétt á sér og það er ekkert sem réttlætir ofbeldi gegn börnum. Svo eru önnur réttindi sem geta takmarkast af réttindum annarra, t.d. tjáningarfrelsið. Tjáningarfrelsið er öllum mikilvægt en það má ekki tjá sig þannig að það feli í sér ofbeldi gegn öðrum, til dæmis hatursorðræða og fordómafull ummæli. Tjáningarfrelsið takmarkast þannig af rétti annarra til verndar gegn ofbeldi. Einnig má nefna 28. gr. um aðgengi að menntun, hún takmarkast af 29. gr. þar sem fjallað er um hvaða markmið skulu stýra menntun barna. Börn missa aldrei réttindi sín Þó að það sé mikilvægt að börn fari eftir þeim lögum og reglum sem gilda í samfélaginu er mikilvægt að muna að börn missa aldrei réttindi sín, jafnvel þó að þau geri mistök og brjóti af sér. Hér er vert að mæla með áður útgefnu námsefni Menntamálastofnunar, Ég og samfélagið, þar sem fjallað er um lög og reglur. Þar er fjallað um hvers vegna lög og reglur eru mikilvægar, skráðar og óskráðar reglur, reglur í fjölskyldunni, reglur í skólanum, reglur í samfélaginu og brot á reglum. Sjá hér: Ég og samfélagið Aftur má minna á mikilvægi þess að börn geri sér grein fyrir að þeim ber að virða réttindi annarra barna, rétt eins og þau eiga rétt á að virðing sé borin fyrir þeirra réttindum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=