Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 63 Smiðja 10 ÖNNUR LÖG OG REGLUR UM BÖRN OG RÉTTINDI OG FORRÉTTINDI Markmið: Að nemendur: • skilji muninn á milli réttinda og forréttinda • geri sér grein fyrir því að mannréttindi tengjast og geta takmarkast af öðrum réttindum. • geri sér grein fyrir því að ákveðnar reglur geta vissulega átt við um börn. Forþekking : • Hvers vegna eru lög og regla? • Hvaða reglur þekkið þið? • Leikreglur • Spilareglur • Umferðarreglur • Íþróttareglur • Skólareglur • Af hverju þurfum við reglur? • Hvernig væri skólinn ef það væru engar reglur – en umferðin? • Er gott að hafa reglur heima? Kveikja Dæmi um kveikjur sem geta hentað: Barnaheill – Klárir krakkar tala um reglur Laws and Rules for Kids | What is the difference between a rule and a law? Fróðleikur Lög og reglur er varða börn Kennari útskýrir að ef börn hafa aldur og þroska til eiga þau að fara eftir lögum og reglum samfélagsins eins og aðrir. Boð og bönn laganna hafa tilgang. Þau eru sett til að skapa betra og öruggara samfélag fyrir okkur öll. Sem dæmi um lög sem varða börn og eiga að vera börnum kunnug að einhverju leyti má nefna umferðarlög, eins og t.d. að börn eiga að vera með hjálm þegar þau eru á hjóli, grunnskólalög sem segja að öll börn á aldrinum 6–16 ára hafi skólaskyldu og almenn hegningarlög sem segja t.d. að það sé bannað að stela. Þá eru einnig til reglur sem börn þurfa að fylgja, t.d. skólareglur og umgengnisreglur á sundstöðum. Þó ber að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=