40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 62 • Matvöruverslanir og veitingastaðir tengjast 6. gr. um líf og þroska, 27. gr. um næringu og 24. gr. um hollan mat. • Bókasafn, leikhús og kvikmyndahús tengjast 31. gr. um menningu og listir. • Bókasafn tengist einnig 17. gr. um rétt barna til þess að hafa aðgang að upplýsingum. • Lögreglustöð tengist 19. gr. um rétt barna til verndar gegn ofbeldi og öðrum greinum um vernd. • Kirkja, moska eða aðrar trúarlegar byggingar tengjast rétti barna til trúfrelsis. • Leikvellir tengjast 31. gr. um rétt barna til að leika sér í frjálsum leik • Öll heimili tengjast t.d. 31. gr. um rétt barna til þess að fá næga hvíld, 5. gr. um ábyrgð foreldra, 18. gr. um uppeldi og 27. gr. um að barn skuli búa við viðunandi lífsskilyrði. • Þjóðskrá tengist 7. gr. um rétt barna til nafns og ríkisfangs og 8. gr. um persónuleg auðkenni. • Rauði krossinn tengist 22. gr. um rétt barna á flótta. • Barnavernd tengist 20. gr. um umönnun utan fjölskyldu, 25. gr. um eftirlit með vistun utan heimilis og 26. gr. um félagslega og efnahagslega aðstoð. • Tónlistarskóli tengist 31. gr. um tómstundir, menningu og listir. • Skátaheimili tengist 31. gr. um tómstundir og 15. gr. um félagafrelsi. • Fataverslun tengist 27. gr. um föt. • Þinghús tengist bæði 4. gr. um hver beri ábyrgð á að gera réttindi barna að veruleika og einnig 41. gr. um að bestu lögin gildi. • Vatnsveita tengist 24. gr. um heilsuvernd og hreint vatn. • Slökkviliðsstöð tengist 39. gr. um rétt barna til að fá hjálp, bata og aðlögun. Verkefni 1: Réttindabær – veggspjald Þegar allar hugmyndir eru komnar upp á töflu ákveða nemendur hvort bærinn á að vera á vegg, í þrívídd eða rafrænn. Kennari þarf að sjá til þess að nóg pláss sé fyrir bæinn, sama hvaða form er valið. Nemendur skipuleggja bæinn og skipta viðfangsefnum á milli sín. Hver nemandi býr til lítið skilti þar sem hann skrifar þær greinar sem eiga við um staðinn/stofnunina sem viðkomandi bjó til. Þegar allar stofnanir og staðir eru komin upp festa nemendur skiltin á sinn stað. Áhrifamikið getur verið að hver nemandi komi upp, kynni greinina sem um ræðir og lími skiltið á réttan stað. Að endingu geta nemendur teiknað manneskjur sem eru að koma eða fara á staðina, búið til vegi, gróður og fleira sem tengist umhverfinu og límt upp. Verkefni 2: Réttindabær – í þrívídd Einnig er hægt að búa til sinn bæ í þrívídd. Þá er hægt að nýta kassa, fernur og annað sem hentar til að hafa bæinn til sýnis á borði.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=