40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 60 Verkefni 2: Hverjar eru þarfir 11 ára gamals barns? Nemendur vinna áfram í sömu hópum og velta fyrir sér spurningunni: Hvaða þarfir bætast við þegar við hugsum okkur 11 ára gamalt barn? Hóparnir: • Skoða hvaða greinar Barnasáttmálans tengjast þeim • Skrá hvaða greinar bætast við lista ungbarnsins • Bera síðan niðurstöðurnar saman við niðurstöður annarra hópa. Ef eitthvað vantar má gjarna bæta því á listann. Hér er líka hægt að nota Fylgiskjal 20. Minnispunktar fyrir kennara, dæmi um þarfir og greinar sem bætast við eru: • Að fá tækifæri til þess að tjá skoðanir sínar og hafa áhrif á líf sitt: 12. gr – Virðing fyrir skoðunum barna • Að tjá sig: 13. gr. – Frelsi til að deila hugmyndum sínum • Að hafa sjálfstæðar skoðanir og velja sjálf sína trú: 14. gr. – Skoðana- og trúfrelsi • Að eiga vini og vera með þeim: 15. gr. – Félagafrelsi • Að eiga einkalíf: 16. gr. – Persónuvernd og einkalíf • Að fá upplýsingar til að geta fylgst með og myndað sér skoðanir: 17. gr. – Aðgengi að upplýsingum • Að fá góða menntun: 28. gr. – Aðgangur að menntun og 29. gr. – Markmið menntunar • Að iðka eigin trú, tala sitt tungumál og viðhalda menningu sinni: 30. gr. – Menning, tungumál, trúarbrögð minnihlutahópa • Að leika sér í frjálsum leik, taka þátt í tómstundum og upplifa menningu og listir: 31. gr. – Hvíld, leikur, menning og listir • Að fá vernd gegn skaðlegri vinnu: 32. gr. – Vernd gegn skaðlegri vinnu 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 108 Fylgiskjal 20 Réttindi og þarfir 11 ára barna – rýnt í Barnasáttmálann Hvað þurfa 11 ára börn? • Skrifið á grænu línurnar þær þarfir sem hafa bæst við þarfir ungabarnsins, en þær eiga allar ennþá við. Nú hafa bæst við margar þarfir sem tengjast þátttöku og einnig greinar tengdar menntun. Skoðið Barnasáttmálann. • Finnið þær greinar sem tengjast þörfum barnsins og skrifið númer greinar og titil á rauðu línurnar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=