Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 59 Verkefni 1: Hvaða greinar Barnasáttmálans eru sérstaklega mikilvægar fyrir nýfædd börn? Nemendur vinna saman í hópum og rýna í Barnasáttmálann. Meðal markmiða verkefnisins er að kynnast sáttmálanum vel með því að skoða hann í ákveðnu samhengi. Þá er markmiðið einnig að nemendur kynnist skyldum foreldra og aðildarríkja. Kennari rifjar upp með nemendum að allar greinar Barnasáttmálans séu mikilvægar fyrir börn og því sé gott að kynna sér þær allar. Allar greinarnar eru jafn mikilvægar en það fer eftir aðstæðum og aldri og þroska barns hvaða greinar eru mikilvægastar hverju sinni. Í þessu verkefni er ætlunin að skoða hverjar eru sérstaklega mikilvægar fyrir nýfædd börn. Til dæmis getur nýfætt barn ekki gengið í skóla og því eru 28. og 29. gr ekki mjög mikilvægar ennþá. Sama má til dæmis segja um félagafrelsi. Þá má velta fyrir sér 12. gr.; nýfædd börn geta ekki talað en þau geta hins vegar tjáð sig með gráti og hljóðum og á það ber að hlusta og þannig hafa þau áhrif á þá umönnun sem þau fá. • Hóparnir fara í gegnum sáttmálann og velta fyrir sér mikilvægi hvers ákvæðis fyrir hvítvoðung. • Hóparnir skrá þær greinar sem þeim finnst sérstaklega mikilvægar fyrir ungbörn. • Hóparnir bera síðan niðurstöðurnar saman við niðurstöður annarra hópa. Ef eitthvað vantar má bæta því á listann. Hér er líka hægt að nota Fylgiskjal 19. Minnispunktar fyrir kennara. Dæmi um mikilvægar greinar sem tengja má þörfum ungbarns: • 3. gr. – Það sem er barninu fyrir bestu • 5. gr. – Leiðsögn fjölskyldu • 6. gr. – Réttur til lífs og þroska • 7. gr. – Réttur til nafns og ríkisfangs • 9. gr. – Tengsl við fjölskyldu • 12. gr. – Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif (lítil börn tjá sig þó að þau kunni ekki að tala, með því að gráta t.d.) • 18. gr. – Ábyrgð foreldra • 19. gr. – Vernd gegn ofbeldi og vanrækslu • 20. gr. – Umönnun utan fjölskyldu • 24. gr. – Heilsuvernd barna • 27. gr. – Lífsskilyrði: Næring, föt og öruggt heimili • 31. gr. – Hvíld 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 107 Fylgiskjal 19 Réttindi og þarfir ungbarna – rýnt í Barnasáttmálann Hvað þurfa nýfædd börn? Skrifið þarfir nýfædds barns á grænu línurnar. • Skoðið Barnasáttmálann. Finnið þær greinar sem tengjast þörfum barnsins og skrifið númer greinar og titil á viðeigandi rauða línu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=