Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 57 Smiðja 8 RÉTTINDI OG ÞARFIR UNGBARNA OG 11 ÁRA BARNA Markmið: Að nemendur: • kynnist Barnasáttmálanum með því að nota hann til að leysa verkefni • geri sér grein fyrir þörf sinni fyrir næringu, hvíld, hreyfingu og hreinlæti • skilji hvað felst í meginreglunni það sem er börnum fyrir bestu skal ávallt ráða mestu • geri sér grein fyrir því að börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska • skilji að réttindi eru meðfædd Forþekking • Hvað er heilsuvernd? • Hvað þurfa börn til þess að vera við góða heilsu? En ef þau verða veik? Hvað þurfa þau þá til þess að ná aftur heilsu? Kveikja Kennari les fjórða og fimmta kafla í Rúnari góða eða notar annað efni sem fjallar um þarfir ungbarna. Kennari og nemendur ræða síðan þarfir ungbarna. Hér getur verið gott að byrja á sammannlegum grunnþörfum (matur, vatn, skjól, svefn, öryggi, mannleg samskipti og svo framvegis) og færa sig síðan yfir í sérstakar þarfir ungbarna. Nemendur búa sameiginlega til lista yfir þarfir ungbarna. Listinn þarf að vera sýnilegur í bekknum. Minnispunktar fyrir kennara: Næring Svefn Ást og umhyggja Öruggt heimili Föt Nafn og ríkisfang Hreinlæti Vernd Athygli Hreyfing Uppeldi Heilsuvernd

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=