Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 56 Verkefni 1: Fyrirmyndin mín Veldu þína fyrirmynd. • Spurningar sem hafa þarf í huga: • Af hverju er þessi manneskja góð fyrirmynd? • Hvaða áhrif hefur hún haft á þig? • Hvað finnst ykkur áhugaverðast við sögu viðkomandi? • Hefur þessi manneskja þurft að yfirstíga einhverjar hindranir? • Hvernig kemur þessi manneskja fram við aðra? • Skrifaðu a.m.k. 10 setningar um það hvers vegna viðkomandi er góð fyrirmynd. Fyrirmyndin má bæði vera þekkt eða óþekkt. Textinn á að vera samfelldur og vandaður. • Byrjaðu á því að skrifa uppkast að textanum. • Farðu vel yfir textann og leiðréttu villur. Þú getur fengið hjálp hjá námsfélaga og/eða kennara ef þú þarft. • Hreinskrifaðu textann. • Áttu mynd af fyrirmyndinni þinni? Getur þú teiknað mynd af fyrirmyndinni? • Settu textann fallega upp og myndskreyttu hann. • Mundu að ef fyrirmyndin þín er ekki opinber persóna þarftu að fá leyfi viðkomandi til að birta texta um hana og mynd af henni. • Hengdu myndskreytta textann upp. Hér er hægt að nota Fylgiskjal 18. Verkefni 2: Þú sem fyrirmynd Hvernig getur þú verið góð fyrirmynd? Við búum öll í samfélagi og höfum áhrif hvert á annað, bæði í stóru og smáu. Hvernig getur þú verið fyrirmynd? Skrifaðu nokkrar línur sem lýsa þér sem fyrirmynd. Lestu svo lýsinguna fyrir námsfélaga og hlustaðu á lýsingu viðkomandi. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 106 Fylgiskjal 18 Fyrirmyndin mín Ritunarverkefni: Veljið fyrirmynd að eigin vali og skrifið u.þ.b. eina síðu um það hvers vegna viðkomandi er góð fyrirmynd. Fyrirmyndin má bæði vera þekkt eða óþekkt. Textinn á að vera samfelldur og vandaður og nýta skal alla blaðsíðuna. Ef tími gefst má myndskreyta verkefnið. Spurningar sem hafa þarf í huga: • Af hverju er þessi manneskja góð fyrirmynd? • Hvaða áhrif hefur hún haft á þig? • Hvað finnst ykkur áhugaverðast við sögu viðkomandi? • Hefur þessi manneskja þurft að yfirstíga einhverjar hindranir? • Hvernig kemur þessi manneskja fram við aðra?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=