40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 54 Smiðja 7 FYRIRMYNDIR Markmið: Að nemandi • geri sér grein fyrir þeim áhrifum sem baráttufólk fyrir mannréttindum hefur haft og hve margar hindranir það hefur þurft að yfirstíga. Að nemandi skilji mikilvægi þess að gefast ekki upp í baráttu fyrir réttlátum heimi. Forþekking Kennari skoðar orðið fyrirmynd með bekknum, hvernig það er samsett og ræðir merkingu þess. Dæmi um umræðupunkta: • Hvað er fyrirmynd? • Hver er fyrsta fyrirmynd okkar? • Hvernig er góð fyrirmynd? • Geta nemendur nefnt dæmi um góðar fyrirmyndir? • Af hverju er sú manneskja góð fyrirmynd? • Hverjar eru fyrirmyndir ykkar? Af hverju? • Hvað er líkt með ykkur og fyrirmyndum ykkar? • Hvers konar fyrirmyndir eru þið sjálf fyrir aðra? • Hvers konar fyrirmyndir viljið þið vera? Hér er hægt að nota Fylgiskjal 17. Fróðleikur Fyrirmynd: Fyrirmynd er einhver sem við lítum upp til og viljum líkjast. Fyrstu æviárin eru foreldrar og nánustu fjölskyldumeðlimir helstu fyrirmyndirnar en eftir því sem börn eldast verða fyrirmyndirnar fjölbreyttari. Kennarar og íþróttaþjálfarar geta verið fyrirmyndir, svo og vinir, bekkjarfélagar eða aðrir skólafélagar. Í því samhengi er gott að börn átti sig á að þau geta sjálf verið fyrirmyndir annarra, jafnvel án þess að vita af því. Smám saman stækkar hópur fyrirmyndanna og ókunnugir koma inn í myndina, t.d. íþróttastjörnur eða tónlistarfólk. Þegar ókunnugir eru orðnir fyrirmyndir getur verið að frekar sé litið upp til þeirra vegna yfirborðslegra þátta eins og útlits eða sérstakra hæfileika. Fyrirmyndin er þó alltaf manneskja og þær hafa dýpt og margar hliðar. Þannig getur verið gott að kanna fyrirmyndirnar betur og skoða hvort barnið og þessi einstaklingur eigi eitthvað sameiginlegt. Enn fremur er gott að kanna hvort einstaklingurinn sé alveg fullkominn eða hafi einhverja galla. Í framhaldinu má velta því fyrir sér hvað er góð fyrirmynd.Heimild: Halló heimur 2 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 105 Fylgiskjal 17 Fyrirmyndir Hvað er fyrirmynd? Lýstu góðri fyrirmyndi í þremur orðum: 1. 2. 3. Hverjar eru þínar fyrirmyndir? Hvað gætu góðar fyrirmyndir sagt við þig? Hvað gera góðar fyrirmyndir? Hver var fyrsta fyrirmynd þín í lífinu? Teiknaðu eða finndu mynd af þinni fyrirmynd.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=