40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 53 Verkefni 6: Ég! Hver nemandi útbýr dúkkulísu eða mynd af sjálfum sér. Á eða með dúkkulísunni/myndinni þarf að vera pláss fyrir texta. Þegar dúkkulísan/myndin er tilbúin skrifa nemendur samfelldan texta með stuttri lýsingu á sjálfum sér í stílabók eða á laust blað. Nemendur þurfa að miða textann við það pláss sem er á dúkkulísunni. Í textanum þurfa svör við eftirfarandi spurningum að koma fram: • Hver er ég? • Hvað finnst mér mikilvægast í lífinu? • Hvenær líður mér vel?’ • Hvað finnst mér skemmtilegt? Nemendur hjálpast að við að lesa yfir textana og leiðrétta hugsanlegar villur. Síðan hreinskrifa nemendur textann á dúkkulísurnar/myndirnar. Jafnvel væri hægt að sauma brúðu í samvinnu við handmennt.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=