40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 52 Verkefni 4: Gildin mín Það er mikilvægt að börn fái tækifæri til þess að rækta sjálfsmynd sína. Að þeim gefist tími til þess að ígrunda hver þau eru og hver þau vilja vera og fyrir hvað þau vilja standa. Gildi eru orð sem lýsa því sem skiptir okkur máli í lífinu. Þau vísa til þess hvers konar manneskjur við viljum vera og hvernig við viljum koma fram við aðra og snúast um það sem skiptir okkur mestu máli í lífinu. Gildin okkar geta verið mismunandi og þau geta breyst hjá okkur í gegnum lífið. Gildi eru eins og áttaviti fyrir okkur í lífinu og eru ekki það sama og markmið. Kennari útskýrir hugtakið gildi með dæmum. Gildi geta verið t.d. samkennd, hugrekki, heiðar- leiki, mildi, forvitni, þolinmæði, gleði eða núvitund. Nemendur ræða saman í námspörum og hjálpast að við að velja sér fimm eða fleiri gildi sem þeim finnst mikilvæg. Hver einstaklingur velur sín persónulegu gildi en ræðir þau við námsfélagann. Þegar námspar er tilbúið sest það með öðru námspari, segir frá gildum sínum og hlustar á frásögn hinna. Hér er líka hægt að nota Fylgiskjal 16a og 16b. Verkefni 5: Gildi bekkjarins Hvaða gildi vilja börnin hafa sem leiðarljós í bekknum? Kennari stjórnar hugstormun um hvaða gildi er mikilvægt að hafa í huga í bekknum. Ritarar bekkjarins skrá gildin sem nefnd eru á töflu eða skjá. Ef mjög mörg gildi eru nefnd getur bekkurinn kosið um til dæmis fimm eða tíu mikilvægustu gildin. Þegar bekkurinn hefur valið sér gildi ákveða börnin saman hvernig þau eiga að fylgja þeim eftir. Gott er að gildin séu vel sýnileg öllum í bekknum. Hér getur verið gott að taka frá stutta stund, t.d. aðra hvora viku, til að ræða gildin og uppfæra listann ef þörf er á. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 104 Fylgiskjal 16 b Sjálfsmyndin mín: Hver eru gildin mín? heiðarleiki metnaður fjölskylda forvitni gleði ást hugrekki stundvísi samkennd núvitund mildi þolinmæði 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 103 Fylgiskjal 16 a Sjálfsmyndin mín: Hver er ég? Ég er Ég er sterk Ég er klár Ég er skapandi Ég er glöð Ég er rólegur Ég er hugrökk Ég er einbeitt Ég er góð Ég er í góðu jafnvægi Ég er frábær Ég er hugmyndarík
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=