40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 51 Verkefni 3: Örleikrit Kennari kynnir hugtakið örleikrit. Örleikrit er einfaldlega mjög stutt leikrit, og verður í þessu tilfelli að uppfylla eftirtalin skilyrði: Lengd: Hámark 10 mínútur. Lágmark 5 mínútur (u.þ.b. 2–4 bls.). Leikarar: 3 eða færri. Leikmynd: Einn hlutur kannski Leikmunir: Engir Nemendur vinna saman í hópum. Hver hópur undirbýr örstutt leikrit sem sýnir hvernig manneskja getur haft góð áhrif á aðra. Hóparnir skapa og æfa leikritin en skrifa ekkert niður. Síðan leika hóparnir leikritin í bekknum. Á eftir getur verið tilvalið að ræða efni leikritanna. Hóparnir kynna niðurstöður sínar í bekknum. Bekkurinn skoðar síðan niðurstöður hópanna. Eiga leikritin margt sameiginlegt eða lögðu hóparnir áherslu á ólíka hluti? Sjálfsmyndin Öll börn eiga rétt á að rækta sjálfsmynd sína, sbr. 29. gr. Barnasáttmálans. Eftirfarandi verkefni gefa nemendum tækifæri til þess að ígrunda sína sjálfsmynd. 29. gr. Markmið menntunar Menntun á að hjálpa börnum að læra að rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni. Hún á að kenna þeim að þekkja réttindi sín og að virða réttindi annarra, menningu þeirra og fjölbreytileika. Menntun á að hjálpa þeim að lifa friðsamlega og að vernda náttúruna.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=