40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 50 Áhrifin okkar Kennari kynnir hugtakið áhrif og útskýrir merkingu þess með dæmum. Kennari stjórnar umræðum. Dæmi um spurningar: • Hvers konar áhrif getur annað fólk haft á okkur? • Hvaða hegðun hefur góð áhrif á annað fólk? • Hvers konar hegðun getur haft slæm áhrif á annað fólk? • Hvaða áhrif hefur það á okkur ef réttindi okkar eru ekki virt? Fróðleikur Hvað er það í fari annarra sem getur haft jákvæð áhrif á okkur? Jákvæðar manneskjur, hugmyndaríkar, manneskja sem hugsar í lausnum, er sjálfstæð, góð, huggar, styður, hvetur, skilur ekki út undan, hrósar, er góður vinur, brosmild, tekur tillit, er bjartsýn og glaðlynd, umburðarlynd, góður hlustandi, skilningsrík, þrautseig, gefst ekki upp, manneskja sem lætur sig aðra varða getur haft mjög góð áhrif á okkur. Og síðast en ekki síst; fólk sem hefur góð áhrif virðir réttindi annarra. • Hvað er það í fari fólks sem getur haft slæm áhrif á annað fólk? Kennari skrifar upp á töflu fullt af orðum sem hann og nemendur láta sér detta í hug saman sem eiga við. Dæmi: Neikvæðar manneskjur, sem koma illa fram við aðra og bera ekki virðingu fyrir réttindum annarra. Fólk sem hlustar ekki á aðra, skilur út undan, stríðir eða gerir lítið úr öðrum. Fólk sem er alltaf að kvarta en kemur ekki með hugmyndir að neinum lausnum, fólk sem er alltaf svartsýnt og fýlt, talar illa um aðra, lýgur, svíkir, særir. Hér er líka hægt að nota Fylgiskjal 15 Ef nemendur eiga erfitt með að koma með dæmi getur kennari spurt spurninga eins og: • Hvernig líður þér ef einhver talar hranalega til þín? • Hugsaðu þér að þú hafir gleymt nestinu þínu. Einhver býðst til að deila sínu nesti með þér. Hvernig líður þér þá? • Þú kemur inn í hóp þar sem allir eru að rífast. Hvernig líður þér? • Hugsaðu þér að þú sért reið/ur/tt við einhvern sem hrinti þér á leikvellinum. Viðkomandi kemur til þín og biðst fallega fyrirgefningar. Hvaða áhrif hefur það á þig? Nemendur velta fyrir sér hvaða áhrif þau vilja hafa og hvernig manneskjur þau vilja vera. Sjá fylgiskjal 15. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 102 Fylgiskjal 15 Áhrifin mín – hvernig manneskja vil ég vera? Hvað er það í fari fólks sem hefur góð áhrif á annað fólk? Skrifið lýsingarorð af töflu/ykkar eigin. Hvernig manneskja vil ég vera? Teiknið sjálfmynd og litið og skrifið lýsingar úr rammanum hér að ofan í kringum myndina.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=