40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 48 Það er því stranglega bannað og á aldrei að líðast að fullorðnir beiti börn ofbeldi og börn sem verða fyrir því eiga rétt á stuðningi og hjálp. Þá er mikilvægt að segja einhverjum fullorðnum sem þau treysta frá, t.d. kennara, nágranna eða ættingjum. Börn geta líka hringt sjálf eftir hjálp ef þau hafa engan í kringum sig sem þau treysta, í síma 112, og skiptir þá ekki máli um hvaða tegund ofbeldis er að ræða. Einnig geta þau hringt í barnasíma umboðsmanns barna, en hann er 800-5999. Einnig er hægt að hringja í 1717, sem er hjálparsími Rauða krossins fyrir þá sem þurfa að tala við einhvern, ekkert vandamál er of lítið eða of stórt. Þá er öllum fullorðnum skylt að tilkynna til barnaverndar í síma 112 ef þau grunar ofbeldi gegn barni. Hér er mælt með því að sýna nemendum heimasíðu 112 https://www.112.is/born-fraedsla. Börn mega heldur ekki beita önnur börn ofbeldi og það er mikilvægt að börn skilji að þegar þau velja að stríða öðrum börnum eða koma illa fram við þau eru þau í raun að beita ofbeldi. Einelti er mjög alvarlegt ofbeldi þar sem þolandi verður oft fyrir bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Öll börn eiga rétt á því að vera laus við stríðni og ofbeldi. Gott er að benda á að börn hafa tækifæri til þess að senda spurningar sem varða réttindi barna nafnlaust til umboðsmanns barna. Umboðsmaður barna: spurt og svarað. Dæmi um spurningar og svör frá börnum. Á vefsíðu umboðsmanns barna er einnig að finna vefspjall fyrir börn og ungmenni. Verkefni 1: Hvað má setja á netið? Kennari kynnir eða rifjar upp hugtakið stafrænt ofbeldi og stjórnar hugstormun um merkingu orðsins. Kennari skrifar skilgreiningar barnanna á töflu eða skjá, án þess að leiðrétta eða bæta við. Dæmi um efni sem gæti hentað hér: • Ég og samfélagið eftir Garðar Gíslason bls. 109–111 • Ég og samfélagið – kennsluleiðbeiningar • Ég og sjálfsmyndin eftir Garðar Gíslason bls. 66–67 • Ég og sjálfsmyndin – kennsluleiðbeiningar • Ég og sjálfsmyndin eftir Garðar Gíslason bls. 82–83 • Ég og sjálfsmyndin – kennsluleiðbeiningar Verkefni nemenda er að vinna saman í hópum og búa til góð ráð sem vinna gegn stafrænu ofbeldi. Hvernig stoppum við stafrænt ofbeldi? • Hver hópur skrifar niður eitt eða fleiri ráð. • Tekið er fram hvaða greinar Barnasáttmálans eiga við (19. gr., 34. gr., 35. gr., 36. gr.). • Hóparnir kynna niðurstöður bekkjarins. • Börnin velja síðan bestu ráðin og sameina þau í einn frábæran lista. • Bekkurinn ákveður saman hvernig þau geta komið ráðunum á framfæri. Það er tilvalið að hengja þau upp í bekknum, en hvar gætu fleiri séð þau og lært af þeim? Hér er líka hægt að nota Fylgiskjal 13. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 100 Fylgiskjal 13 Stafrænt ofbeldi Hvernig stoppum við stafrænt ofbeldi?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=