Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 46 Kveikja Kennari les, endursegir eða sýnir kveikju. Dæmi um kveikjur: Rúnar góði, þriðji kafli Myndband: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Við ætlum að tala aðeins um ofbeldi. Vitið þið hvað ofbeldi er? Kennari stjórnar umræðum um kveikjuna. Kennari og nemendur skoða saman upphaflegar skilgreiningar nemenda. Geta þau bætt einhverju við núna? Er eitthvað sem er ekki rétt? Fróðleikur Kennari kynnir 19. gr. Barnasáttmálans: 19. grein – Vernd gegn ofbeldi og vanrækslu Börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi, misnotkun, skeytingarleysi og vanrækslu, innan eða utan heimilis. Stjórnvöld skulu veita börnum sem sætt hafa illri meðferð og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning. Kennari bendir einnig á 34. grein um vernd gegn kynferðisofbeldi, 35. grein um vernd gegn brottnámi, vændi og mansali og 36. grein um vernd gegn misbeitingu. Kennari dregur nemendur saman í spjallfélagapör. Hvað er þá ofbeldi? Hefð er fyrir því að flokka ofbeldi í fjórar tegundir: líkamlegt ofbeldi, andlegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi og stafrænt ofbeldi auk þess sem vanræksla flokkast hér með. Einelti er svo þegar sömu manneskjunni er oft strítt. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, sem gefur út leiðbeiningar um hvernig skilja má sáttmálann, leggur áherslu á að hugtakið ofbeldi í 19. gr. standi í raun fyrir allri illri meðferð sem barn getur orðið fyrir, hvort sem það er líkamlegt eða andlegt og hvort sem því er beitt með vilja eða ómeðvitað. Þá hefur nefndin tekið það skýrt fram að þetta þýði að ekkert ofbeldi gegn börnum sé réttlætanlegt og að koma megi í veg fyrir allt ofbeldi. Þannig á ekkert ofbeldi gegn börnum að líðast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=