Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 45 Smiðja 6 OFBELDI, ÁHRIF MÍN OG HVERS KONAR MANNESKJA VIL ÉG VERA? Markmið: Að nemendur: • geri sér grein fyrir því að orð og athafnir hafa afleiðingar • geri sér grein fyrir rétti sínum til verndar • geri sér grein fyrir mætti sínum til að hjálpa öðrum Forþekking Kennari kynnir hugtakið ofbeldi og stjórnar hugstormun um merkingu orðsins. Kennari skrifar skilgreiningar barnanna á töflu eða skjá, án þess að leiðrétta eða bæta við. Dæmi um umræðupunkta: • Hvað er ofbeldi? • Hvers konar ofbeldi þekkja nemendur? • Getum við flokkað ofbeldi í ákveðna flokka? Líkamlegt ofbeldi (sparka – kýla – lemja – klóra – bíta – o.s.frv.) Andlegt ofbeldi (skilja út undan – hræða – hatursorðræða – uppnefna – hunsa – o.s.frv.) Stafrænt ofbeldi (sama og netofbeldi, það er þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja þig) Kynferðislegt ofbeldi (þegar einhver fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera, káfar á þér eða áreitir þig á kynferðislegan hátt). Vanræksla (þegar einhver sinnir ekki þörfum hjálparvana einstaklings, til dæmis barni, fatlaðri manneskju eða eldri manneskju) Umræður • Hvaða áhrif hefur það á einstaklinga ef þeir verða fyrir ofbeldi? • Hvað get ég gert þegar ég sé eða mig grunar að einhver, hvort sem er barn eða fullorðinn, beiti einhvern annan ofbeldi? • En þegar einhver er vondur við mig, hvort sem er barn eða fullorðinn? • Hvernig ætli barni sem beitir ofbeldi líði sjálfu? • Hvaða afleiðingar getur það haft á börn að vera beitt ofbeldi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=