Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 44 Verkefni 3: Kynning, hlaðvarp (e. podcast) eða pallborðsumræður Nemendur undirbúa kynningu í litlum hópum, halda pallborðsumræður eða búa til hlaðvarp þar sem þau ræða þessar spurningar: • Hvað finnst okkur skemmtilegast við skólann? • Hvað finnst okkur skemmtilegast að læra? • Hvað langar okkur að gera í framtíðinni? • Hvað þurfum við að gera/læra til að þessir draumar rætist? • Hvaða áhrif hefur það að fá ekki menntun? Nemendur afla gagna á netinu um áhrif þess að fá ekki menntun. Það koma t.d. athyglisverðar niðurstöður ef leitarorðin „What happens if I do not get an education?“ eru slegin inn í leitarvél Google. Verkefnið vinna nemendur í litlum hópum og útbúa kynningu á niðurstöðunum. Nemendur velja hvernig þau setja verkefnið fram, hvort þau halda kynningu með glærusýningu, búa til veggspjald, búa til leikþátt eða taka upp myndband.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=