Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 42 það vill gera. Það mikilvægasta er að öll fái jöfn tækifæri til þess að mennta sig. Það verði enginn eftir sem hefur ekkert val í lífinu þar sem viðkomandi fékk aldrei tækifæri til að mennta sig. Hvaða tækifæri veitir það okkur að læra vel að lesa? Ef við lærum vel að lesa getum við notið bókmennta, lesið fréttir, lesið matseðla, lesið texta úr erlendum kvikmyndum o.s.frv. En að læra vel að reikna? Það er mikilvægt til að geta rekið heimili og passað að launin dugi fyrir mat og útgjöldum, það er mikilvægt fyrir flest störf að geta reiknað o.s.frv. Svona má fara yfir hvað hver færni (lestur, skrift, stærðfræði, málfræði, heimilisfræði, erlend tungumál o.s.frv.) gefur okkur. Hvað segir þetta okkur? Þetta segir okkur hve mikilvægt það er að við förum vel með þau góðu tækifæri sem okkur eru gefin hér á Íslandi, berum virðingu fyrir þeim og leggjum okkur fram. Menntun er undirstaða jafnréttis, ef allir fá tækifæri til að mennta sig eru meiri líkur á jafnrétti. Við skoðum þetta betur þegar við fræðumst um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna síðar í smiðjunni. Því miður er það svo að mörg börn í heiminum fá ekki tækifæri til menntunar. Það er ekki í lagi og samræmist ekki Barnasáttmálanum og eru ýmis samtök að vinna að því að bæta þar úr, m.a. UNICEF.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=