40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 40 Kennari stýrir umræðum um skólagöngu og menntun barna. Hér er hægt að koma inn á það hvað og hvernig börn lærðu áður en almenn skólaganga kom til. Einnig er ekki úr vegi að minnast á að fólk afrekaði ýmislegt á fyrri tímum þó að það nyti ekki formlegrar menntunar. Sérstaklega börn efnaðs fólks sem ekki þurftu að vinna frá barnæsku. Dæmi um uppfinningamenn sem voru uppi áður en skólaganga var almenn: Torfi Bjarnason átti fyrsta íslenska einkaleyfið. Hann naut takmarkaðrar skólagöngu í æsku en fékk styrk til náms þegar hann var orðinn fullorðinn. Leonardo da Vinci gekk ekki í skóla frekar en flest börn á hans tíma. Fróðleikur Kennari bendir á 28. og 29. gr. Barnasáttmálans: 28. grein – Menntun Börn eiga rétt á grunnmenntun án endurgjalds og skulu eiga kost á framhaldsmenntun og upplýsingum og ráðgjöf um nám og störf. Aðildarríkjum ber að koma á skólaskyldu, gera ráðstafanir sem stuðla að reglulegri skólasókn og reyna að draga úr brottfalli nemenda. Agi í skólum skal samrýmast mannlegri reisn barnsins og vera í samræmi við sáttmála þennan. 29. grein – Markmið menntunar Menntun á að gefa börnum tækifæri til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og undirbúa þau til að lifa ábyrgu lífi í frjálsu þjóðfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, jafnréttis kynjanna og vináttu allra þjóða og þjóðernishópa. Stuðla ber að virðingu fyrir mannréttindum, mismunandi menningarlegri arfleifð, tungu og gildismati, öðru fólki og náttúrulegu umhverfi mannsins.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=