40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 39 Smiðja 5 MÁTTUR MENNTUNAR Markmið: Að nemendur: • geri sér grein fyrir rétti allra til menntunar og hvers vegna menntun er mikilvæg • geri sér grein fyrir því að hver og einn getur haft áhrif Hvers virði er það að fá að ganga í skóla og fá góða menntun? Hvaða mátt gefur menntun okkur? Forþekking • Af hverju er mikilvægt að hafa skóla? • Hvað læra börn í skólanum? • Hvernig væri heimurinn ef enginn hefði gengið í skóla? • Ganga öll börn í skóla? Hvaða afleiðingar getur það haft ef barn fær ekki tækifæri til að öðlast menntun? Kveikja – Saga lesin eða myndband Dæmi um kveikjur: Annar kafli í Rúnari góða Dagur rauða nefsins 2017 – Skólarapp Í myndbandinu eru ýmis atriði sem hægt er að ræða, til dæmis: • Í textanum kemur fram ýmislegt sem krakkarnir eru að læra. Hvað af því hafið þið lært? Hvað kannist þið ekki við? • Hvers vegna klæðast leikararnir skólabúningum? • Hver er strangi maðurinn í jakkafötunum? • Myndbandið er frá 2017. Þekkið þið einhverja sem koma fram í myndbandinu? • Getið þið fundið svör við spurningunum sem koma fram í myndbandinu? • Hvað rappa margir karlmenn í myndbandinu? En konur? • Hvað í myndbandinu er líkt ykkar skóla? • Hvað er ólíkt?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=