40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 38 Verkefni 5: Skapandi skrif Verkefni nemenda er að skrifa baráttutexta eða ljóð gegn fordómum, gjarnan fordómum sem nemendur hafa reynt á eigin skinni eða orðið varir við. Nemendur geta líka valið að þýða erlendan texta yfir á íslensku eða semja texta við lag að eigin vali. Nemendur geta unnið einir, í námspörum eða hópum. Þegar textarnir eru tilbúnir kynna nemendur þá í bekknum. Ef tími gefst til geta nemendur unnið áfram með textana og búið til lög eða taktsett þá. Hér er líka hægt að nota Fylgiskjal 10. Verkefni 6: Slagorð! Kennari byrjar á því að kynna hugtakið slagorð og sýnir dæmi. Verkefni nemenda er að vinna saman í hópum og búa til slagorð gegn fordómum. Þau velja hvers konar fordómum þau vilja berjast gegn, það geta verið fordómar gagnvart skilgreindum hópum eða fordómar almennt. Nemendur kynna slagorðin í bekknum og velja saman leiðir til að koma þeim á framfæri. Hægt er að hugsa um fordóma eins og fordóma gegn: fötluðum, lituðu fólki, feitu fólki, mjóu fólki, trans börnum, hinsegin fólki, trúarbrögðum, gömlu fólki, rauðhærðu fólki, fólki með gleraugu, fátækum, ríkum, konum, körlum, stálpum, flóttafólki, fólki sem stamar, útlendingum, strákum, stelpum, kvárum, fólki með geðræn vandamál, fólki með sjúkdóma og margt fleira. Hér er líka hægt að nota Fylgiskjal 11. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 98 Fylgiskjal 11 Skilaboð gegn fordómum Nemendur búa til skilaboð gegn fordómum. Þau velja hvers konar fordómum þau vilja berjast gegn. 1. Hvers konar fordómum geta mismunandi hópar staðið frammi fyrir? 2. Hvað finnst þér að þurfi að gera til þess að koma í veg fyrir fordóma? 3. Hvað finnst þér að yfirvöld þurfi að gera til þess að vernda fólk frá mismunun? 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 97 Fylgiskjal 10 Fordómar Ritunarverkefni Viltu skrifa ljóð, rapptexta, frétt eða smásögu? Veldu þér ritunarform og skrifaðu texta þar sem fordómar eru viðfangsefnið.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=