40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 37 23. gr. Barnasáttmálans um fötluð börn Andlega eða líkamlega fötluð börn eiga að búa við aðstæður sem tryggja virðingu þeirra og stuðla að sjálfsbjörg þeirra og virkri þátttöku í samfélaginu. Þau skulu njóta sérstakrar umönnunar, eiga aðgang að menntun, þjálfun, heilbrigðisþjónustu, endurhæfingu, starfsundirbúningi og tómstundaiðju Verkefni 4: Lög og textar um fordóma Verkefni 4: Lög og textar um fordóma Kennari bendir á að líkt og ástin er oft yrkisefni listamanna eru fordómar það líka. Hvort tveggja vekur upp miklar tilfinningar hjá fólki en fordómar eru óréttlátir og óréttlæti vekur oftar en ekki upp reiði og baráttuhug fólks sem er fært um að setja sig í spor þeirra sem verða fyrir fordómunum. Dæmi um lög þar sem textinn fjallar beint eða óbeint um fordóma eru: • Ég er eins og ég er – Jerry Herman/Veturliði Guðnason • Vertu þú sjálfur – SSSól • Same Love – Macklemore • Colors of the Wind úr kvikmyndinni Pocahontas • Imagine – John Lennon • True Colors – Cyndi Lauper • Born This Way – Lady Gaga • Don’t Laugh at Me – Steve Seskin/James Shamblin Kennari skiptir nemendum upp í hópa sem velja lög til að hlusta á og kanna textana. Hver hópur velur síðan lag til að spila í bekknum ásamt því að kynna og útskýra textann. Nemendur geta valið lög sem ekki eru á listanum, en verða þá að gæta þess að textinn innihaldi ekkert sem er óviðeigandi í skólastofu. (Hér má til dæmis styðjast við reglur keppninnar Rímnaflæðis, þ.e. að textar sem fela í sér hatursáróður, kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu eða jákvæða umsögn um neyslu áfengis og annara fíkniefna eru bannaðir.) Kennari stjórnar umræðum í bekknum um það hvort nemendur hafa orðið varir við fordóma, hvort sem er persónulega, í samfélaginu, í bíómyndum eða annað.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=