Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 35 Verkefni 1: Fordómar og þröngsýni Lesin er bókin Fordómar og þröngsýni úr bókaröðinni Börn í heimi eftir Louise Spilsbury og Hanane Kai, gefin út í íslenskri þýðingu Höllu Sverrisdóttur af Menntamálastofnun. Lesturinn tekur um 15–20 mínútur en með umræðum tekur hann lengri tíma. Bókin útskýrir efnið mjög vel. Gott er að taka pásur á milli og gefa rými til umræðna. Bókin er til sem hljóðbók: Einnig eru kennsluleiðbeiningar á sérstökum námsvef sem fylgir: Samkvæmt leiðbeiningunum er bókinni skipt upp í 14 stutta kafla sem ná yfir 2–3 blaðsíður hver. Hver kafli býður upp á umræður og eru kennsluleiðbeiningarnar kaflaskiptar og fylgja bókinni blaðsíðu fyrir blaðsíðu. Aftast í bókinni eru hugtakaskýringar og atriðisorðaskrá. Fleiri hugmyndir að umræðupunktum er að finna í kaflanum Áður en lestur hefst, í kennsluleiðbeiningunum. Verkefni 2: Orðaský Mjög gott er að gera orðaský uppi á töflu í samvinnu við nemendur eins og mælt er með í kennsluleiðbeiningunum fyrir Fordómar og þröngsýni. Nemendur skrifa orðaskýið á blað. Til að gefa kennara hugmynd er eftirfarandi orðaský fengið að láni héðan:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=