Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 34 Fróðleikur Hvað eru fordómar? • Að dæma fyrirfram. • Að byggja á lit og skoðanir á staðalmyndum. • Að dæma eftir uppruna, sté ttum, þjó ðerni, trú arbrö gðum o.s.frv. • Fordó mar byggja oft á á kveðinni vanþekkingu, ó tta og óöryggi. • Skilja „okkur” frá „hinum“. • Fordó mar geta leitt til ofbeldis og á reitni. Kennari útskýrir fordóma og hvers vegna þeir eru hættulegir. Skilgreining á fordómum er að dæma eitthvað eða einhvern fyrir fram án þess að þekkja það sem um ræðir. Einfalt dæmi til að byrja á er nýstárlegur matur sem einhverjum er boðið að smakka. Ef viðkomandi er búinn að ákveða að þessi nýi matur sé vondur án þess að smakka er maturinn dæmdur fyrir fram. Annað dæmi sem má gefa er ef nemendur vissu að von væri á afleysingakennara og hann kæmi svo inn í stofuna. Hann talaði íslensku með miklum hreim og væri nokkuð óvenjulega klæddur. Fyrstu viðbrögð hjá nemendum gætu verið að efast um að þetta gæti verið góður kennari. Kennarinn hefði samt ekki sagt aukatekið orð ennþá. Nemendur vissu ekkert um hann nema hvernig hann lítur út. Ekki hvort hann væri vingjarnlegur, góður hlustandi, hugmyndaríkur, skilningsríkur, stuðningsríkur, fyndinn, fróður eða sanngjarn. Vissu ekki hvaða mann hann hefði að geyma. Svo myndi hann byrja að tala við nemendurna og kenna þeim og nemendur kæmust e.t.v. að því að hann væri alveg frábær manneskja og kennari. Fordómar verða oft til vegna hræðslu við hið óþekkta og vegna vanþekkingar og fáfræði. Fordómar geta komið í veg fyrir að við kynnumst einhverju eða einhverjum og fordómar geta alið af sér mismunun, hatur og misskiptingu. Það er vont og ósanngjarnt að verða fyrir fordómum því það þýðir að þá er einstaklingur dæmdur út frá einhverjum fyrir fram ákveðnum hugmyndum sem hafa ekkert með það að gera hvaða manneskju sá hefur að geyma. Það sama gæti komið fyrir nemanda sem væri að byrja í nýjum skóla. Það er aldrei í lagi að dæma fólk fyrir fram. Skoðum þetta betur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=