Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 33 Smiðja 4 FORDÓMAR Markmið: Að nemendur: • skilji hvað fordómar eru • skilji af hverju við þurfum að varast fordóma • setji fordóma í samhengi við jafnrétti • þjálfist í að setja sig í spor annarra Forþekking • Hvað eru fordómar? • Hvaða hópar verða fyrir fordómum? • Hafa nemendur orðið varir við að ákveðnir hópar verði fyrir fordómum? Trans fólk – hinsegin fólk – aldur – húðlitur – stærð – feitir – mjóir – fatlaðir – einhverfir – útlendingar – með gleraugu – með húðflúr – háralitur – fólk sem heldur með ákveðnum íþróttaliðum o.s.frv. • Hvernig líður ykkur þegar við tölum um þetta? Finnst ykkur þetta leiðinlegt? Ósanngjarnt? (Hér gæti verið tækifæri fyrir kennara að útskýra fyrir nemendum merkingu orðsins réttlætiskennd). Kveikja: Hlusta á lag Pollapönk um fordóma. • Um hvað var þetta lag? • Hvaða fordómar komu fram í laginu. • Hvað eru fordómar? • Hvaða hópar verða fyrir fordómum? • Hvað getum við gert til að hjálpa? 2. gr. Jafnrétti – bann við mismunun Öll börn eiga að njóta allra réttinda Barnasáttmálans án tillits til þess hver þau eru, hvar þau búa, hvaða tungumál þau tala, á hvað þau trúa, hvernig þau hugsa og líta út, af hvaða kyni þau eru, hvort þau eru fötluð, rík eða fátæk og án tillits til þess hvað fjölskylda þeirra gerir eða trúir á. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=