Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 32 Verkefni 4: Við erum öll jafn mikilvæg Dæmi um hentugar kveikjur: • Discrimination and The Equality Act Explained for Kids 0:00-0:54 Þetta myndband er breskt og á ensku, en myndmálið er mjög skýrt. • Fair’n square – nánast orðalaust myndband, skýrt myndmál. Kennari stjórnar umræðum um jafnrétti og misrétti, út frá þeirri kveikju/kveikjum sem valin er. Verkefni nemenda er að útskýra jafnrétti út frá sjónarhorni að eigin vali (t.d. kynjajafnrétti, jafn réttur fólks með fötlun, jafnrétti án tillits til kynhneigðar og svo framvegis). Nemendur geta til dæmis: • skrifað skilgreiningu með eigin orðum, • teiknað mynd sem skýrir hvað jafnrétti er (án orða), • búið til klippimynd eða skapað veggspjald. Eina skilyrðið er að afurðin á að sýna hvað jafnrétti er, út frá því sjónarhorni sem nemandinn velur. Í lok Smiðju 3 væri hægt að vinna með Fylgiskjöl 8 og 9, sem eru hugsuð sem samantekt á efni smiðjunnar. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 95 Fylgiskjal 8 Jafnrétti 1 Við erum öll jafn mikilvæg! Spjallfélagaæfing 1 Nöfn: og 1. Hvað eiga allar manneskjur sameiginlegt? 2. Á hvaða hátt getum við verið ólík? 3. Hvers vegna þurfum við að virða skoðanir annarra? 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 96 Fylgiskjal 9 Jafnrétti 2 Mælt er með því að verkefnið sé unnið saman í hópum þar sem nemendur ræða saman. 1. Hvað er jafnrétti? 2. Hvað er mismunun? 3. Hvað er málamiðlun? Nefndu dæmi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=