Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 31 Verkefni 3: Lausnir Kennari dregur saman spjallfélaga eða minni hópa. Spjallfélagarnir/hóparnir velja eina af eftirfarandi klípusögum (eða skapa eigin sögu) og finna saman lausn sem er ásættanleg fyrir báða/alla aðila sögunnar sem þeir velja: • Emma og Eiríkur hafa fengið leyfi til að mála bílskúrsvegg. Emma vill mála vegginn með skærum áberandi litum en Eiríkur vill nota milda liti því veggurinn snýr að ungbarnaleikskóla og Eiríki finnst mildir litir passa betur fyrir lítil börn. • Systurnar Anna og Alma eiga bráðum afmæli. Mamma þeirra vill að þær haldi sameiginlega veislu. Anna vill halda afmælið í trampólíngarði því hún er hrifin af spennu og fjöri. Ölmu langar að hafa rólegra afmæli, helst lautarferð með fallegum veitingum. • Bekkjarhljómsveitin hefur fengið leyfi til að spila á skólaskemmtun. Þetta er stórt tækifæri og hljómsveitin vill sýna hvað hún getur. María vill flytja hresst og vinsælt popplag sem allir geta klappað með. Aron vill að hljómsveitin flytji frumsamið rokklag. Símon og Amal vilja flytja uppáhalds rapplagið sitt. • Lilja, Adam, Nói og Mirjam vinna saman í hóp. Þau eru langt komin með verkefnið sitt og eiga að segja frá verkefninu. Lilja og Nói vilja skrifa skýrslu en Adam og Mirjam vilja búa til myndbandskynningu. Hóparnir/spjallfélagarnir kynna lausnirnar í bekknum og ræða þær. Þetta verkefni er hægt að taka lengra ef tími gefst til. Hóparnir geta til dæmis búið til stuttan leikþátt út frá sinni klípusögu og lausn, skapað teiknimyndasögu, myndband eða skrifað smásögu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=