Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 28 Það er samt sem áður mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þó að öll börn eigi sömu réttindi þýðir það ekki endilega að öll börn eigi alltaf að fá það sama. Sum börn eiga rétt á sérstakri aðstoð eða þjónustu til þess að geta notið réttinda sinna. Þetta getur átt við um fötluð börn eða börn sem þurfa stuðning í skólanum. Þegar öll fá þann stuðning sem þau þurfa þannig að öll börn njóti jafnra tækifæra kallast það jafnræði. Mismunun Forþekking • Hvað er mismunun? • Vitið þið um einhverja hópa einstaklinga sem verða frekar fyrir mismunun en aðrir? Kveikja – myndband Burtu með fordóma Fræðslumynd UNICEF um jafnrétti og jafnræði. Myndbandið er 19 mínútur. Myndbandið er með enskum texta og að hluta táknmálstúlkað. Mælt er með því að horfa á myndbandið í bútum og/eða velja þá hluta sem henta hverju sinni. Kaflaskipting: 00:00-01:54 Kynning og orðin þröngsýni og skammsýni. 01:55-03:51 Börn á flótta. Kaflinn um Völu sem flúði frá Úkraínu til Póllands. 03:52-05:28 Að setja sig í spor annarra. Umræður um börn á flótta og mikilvægi þess að taka vel á móti þeim. 05:28-07:51 Saga Ahmad sem náði að flýja úr flóttamannabúðum en þurfti að skilja fjölskyldu sína eftir. 07:52-10:16 Önnur grein Barnasáttmálans – spurningakeppni. 10:17-13:20 Önnur grein Barnasáttmálans – þraut sem fjallar um jöfn tækifæri fyrir öll börn. 11:23-14:22 Upprifjun á efni myndbandsins. 14:23-15:14 Umræður um það sem börn geta gert til að hjálpa öðrum og ryðja burt þröngsýni. 15:15-18:13 Lagið Burtu með fordóma sungið og táknað af börnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=