Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 26 Umræður Eftir lesturinn/frásögnina stjórnar kennari umræðum um mismunandi fjölskyldugerðir og mikilvægi fjölbreytileikans. Umræðurnar taka mið af því efni sem valið var en hér eru dæmi um umræðupunkta: • Hvað er fjölskylda? • Hvers konar fjölskyldugerðir þekkið þið? • Er einhver mikilvægari en annar í fjölskyldunni? • Hvernig ríkir jafnrétti í fjölskyldunni? Kveikja 2 – Ólíkar fjölskyldur Nemendur ræða saman um hvaða fjölskyldugerðir þau þekkja. Þau velta fyrir sér ólíkum fjölskyldugerðum og átta sig á því að fjö lskyldur geta verið ó líkar eftir menningarheimum en einnig að það er mismunandi hvernig við skilgreinum fjölskyldu. Kennari getur skráð á töfluna hvaða gerðir af fjölskyldum nemendur þekkja. Hér eru dæmi um hugtök tengd fjölskyldu. • Kjarnafjölskylda • Hinsegin fjölskyldur • Stórfjölskylda • Barnlausar fjölskyldur • Stjúpfjölskylda • Einstæðir foreldrar • Fósturbörn • Einstaklingur • Ættleidd börn • Börn sem alast upp hjá ættingjum • Fjölþjóðleg fjölskylda • Valin fjölskylda (e. chosen family) Öll börn eiga rétt á fjölskyldu sem veitir ást, umhyggju, húsaskjól, umönnun og öryggi. Fjölskyldugerðir geta svo verið afar fjölbreyttar en það skiptir ekki máli hver hún er á meðan barnið fær það sem það þarf. Ef foreldrar geta ekki sinnt barni sínu nægilega vel ber stjórnvöldum að hjálpa þeim eða jafnvel tryggja barni umönnun utan fjölskyldu. Hér má benda á grein 5 um leiðsögn fjölskyldu, 9 um tengsl við fjölskyldu, 10 um tengsl við foreldra í öðrum löndum, 18 um ábyrgð foreldra, 20 um umönnun utan fjölskyldu og 21 um ættleidd börn. Heimilinu tengjast svo t.d. greinar 27 um næringu, föt og öruggt heimili og 31 um hvíld og leik.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=