Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 23 Kennari og nemendur ræða hverja grein fyrir sig. • Jafnræði – bann við mismunun Þetta ákvæði segir að öll börn hafi jöfn réttindi, það skiptir ekki máli hvaðan þau koma, hvernig þau líta út, hvaða tungumál þau tala, á hvað þau trúa, hvort þau eru heilbrigð eða veik/fötluð, koma frá ríku heimili eða fátæku eða hvað mamma þeirra og pabbi hafa gert eða sagt. Öll börn eru jafn mikilvæg. • Það sem er barninu fyrir bestu Þegar fullorðnir taka ákvörðun um eitthvað sem snertir líf barns/barna á alltaf að skoða hvað er best fyrir barnið og hafa það að leiðarljósi. Til þess að vita hvað er best fyrir barnið er margt sem þarf að skoða, t.d. lög, reglugerðir, reynsla og rannsóknir, og þá er mikilvægt að tala við barnið, heyra skoðun þess og taka tillit til þess sem það hefur að segja í takt við aldur og þroska barnsins. • Réttur til lífs og þroska Þetta ákvæði segir að aðildarríki lofi að passa upp á að börn fái það sem þau þurfa til að lifa og þroskast. Það þýðir bæði það sem þau þurfa líkamlega og andlega þannig að þau geti nýtt, þróað og þroskað hæfileika sína og færni. Ef foreldrar geta ekki sinnt hlutverki sínu er það skylda stjórnvalda að veita stuðning og aðstoð. • Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif Þegar verið er að ákveða eitthvað sem varðar börn eiga börn að fá tækifæri til að hafa áhrif á það sem ákveðið er með því að segja skoðun sína, deila reynslu sinni og hugmyndum. Það sem skiptir máli í þessu tilliti er aldur barnsins og þroski. Því eldra sem barnið er, því meiri áhrif á það að hafa. Hér væri hægt að prenta út Fylgiskjal 2 sem er samantekt af grundvallarreglum Barnasáttmálans ef ætlunin er að nemendur safni gögnum í möppu með vinnu sinni í þessari smiðju. Dæmi: Skólayfirvöld eru að ákveða reglur varðandi símanotkun í skóla. Þegar þessi ákvörðun er tekin er mikilvægt að: • Taka ákvörðun sem felur ekki í sér neina mismunun fyrir börn. Ákvörðunin þarf að gilda jafnt yfir alla. (2. gr.) • Taka ákvörðun sem byggir á því hvað er best fyrir börnin í skólanum. Því þarf að kanna hvernig síminn er notaður í skólanum, hvaða áhrif símanotkunin hefur á börn, skoða niðurstöður rannsókna, safna reynslusögum o.s.frv. (3. gr.). • Þegar ákvörðunin er tekin þarf að hafa í huga áhrif hennar á líf og þroska barna. (6. gr.) • Í ákvörðunartökuferlinu er mjög mikilvægt að það sé talað við börnin í skólanum og að tekið sé tillit til þess sem þau hafa að segja við ákvörðunartökuna. (12. gr.) 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 88 Fylgiskjal 2 BARNASÁTTMÁLINN Grundvallarreglur Barnasáttmálans: Öll réttindi Barnasáttmálans eru mikilvæg en þó eru fjögur ákvæði hans sem eiga alltaf við. Mikilvægt er að hafa þær í huga þegar sáttmálinn er notaður og önnur ákvæði sáttmálans eru skoðuð: 2. gr. Jafnrétti – bann við mismunun Öll börn eiga að njóta allra réttinda Barnasáttmálans án tillits til þess hver þau eru, hvar þau búa, hvaða tungumál þau tala, á hvað þau trúa, hvernig þau hugsa og líta út, af hvaða kyni þau eru, hvort þau eru fötluð, rík eða fátæk og án tillits til þess hvað fjölskylda þeirra gerir eða trúir á. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti. 6. gr. Réttur til lífs og þroska Sérhvert barn á meðfæddan rétt til lífs og skulu aðildarríkin tryggja að það megi lifa og þroskast. 3. gr. Það sem er barninu fyrir bestu Allar ákvarðanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir og þjónusta sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfsmanna og yfirumsjón. 12. gr. Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=