40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 22 Verkefni 1: Umönnun, vernd og þátttaka Hvað merkja hugtökin umönnun, vernd og þátttaka? Kennari stjórnar hugstormun í bekknum og skráir skýringar nemenda jafnóðum. Getur bekkurinn sameinast um góðar skilgreiningar á þessum hugtökum? Með þátttöku er í raun átt við rétt sérhvers barns til að taka þátt í að taka ákvarðanir varðandi eigið líf, þ.e.a.s. hafa áhrif á þær. Þátttökugreinar eru t.d. grein 12 um virðingu fyrir skoðunum barna, grein 13 um tjáningarfrelsið, grein 14 um skoðana- og trúfrelsi, grein 15 um félagafrelsi og grein 17 um aðgengi að upplýsingum. Kennari teiknar þrjá stóra hringi sem skarast á töflu, skjá eða á maskínupappír. Kennari merkir hringina umönnun, vernd og þátttaka. Kennari sýnir dæmi um greinar sem tilheyra hverjum hring og greinar sem skarast við tvo eða þrjá flokka. Börnin vinna síðan saman í námspörum eða hópum. Kennari skiptir greinum Barnasáttmálans, nr. 1–42, á milli hópanna eða námsparanna. Börnin skoða greinarnar og finna út hvaða flokki (umönnun, vernd og þátttöku) þær tilheyra. Síðan tákna þau greinarnar sem þau unnu með á miða með því að teikna og/ eða skrifa og líma þá á rétta staði í hringjunum. Hér er mikilvægt að ítreka að margar greinar falla undir tvö eða jafnvel öll þemun. Hér er líka hægt að nota Fylgiskjal 7. Grundvallarreglur Barnasáttmálans Öll réttindi Barnasáttmálans eru mikilvæg en þó fela fjögur ákvæði hans í sér grundvallarreglur sem eiga alltaf við. Mikilvægt er að hafa þær í huga þegar sáttmálinn er notaður og önnur ákvæði sáttmálans eru túlkuð. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 94 Fylgiskjal 7 Umönnun, vernd og þátttaka Umönnun Vernd Þátttaka
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=