40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 20 Smiðja 2 EFNI BARNASÁTTMÁLANS – HELSTU ÁHERSLUR Markmið: Að nemendur: • kynnist Barnasáttmálanum – hvernig hann varð til og hvaða hlutverki hann þjónar • kynnist fjórum grundvallarákvæðum Barnasáttmálans; 2., 3., 6. og 12. gr. • átti sig á því hvers vegna það er mikilvægt að börn þekki réttindi sín • kynnist tilgangi þess að læra um réttindi barna Forþekking Hvaða réttindi þekkja börnin nú þegar? Kennari skrifar réttindin sem börnin nefna upp á töflu. Dæmi um réttindi barna samkvæmt Barnasáttmálanum gætu verið: • að fá menntun og fá tækifæri til að þroska hæfileika sína • að fá hollan mat og hreint vatn • að hafa einhvern sem hugsar vel um mann • að leika sér og hvíla sig • að njóta verndar gegn ofbeldi • að fara til læknis ef þú slasast eða veikist • að fá tækifæri til þess að segja hvað manni finnst um það sem skiptir mann máli Kveikja – Myndband Nemendur horfa saman á myndband frá UNICEF um efni Barnasáttmálans. Barnasáttmálinn er settur saman úr 54 greinum og þær eru allar jafn mikilvægar. Það fer svo eftir aðstæðum hverju sinni hvaða grein skiptir einstök börn mestu máli. Fjórar greinar eru grundvallargreinar sem líta þarf til þegar við túlkum og notum allar greinar sáttmálans. Í þessu myndbandi lærir þú meira um þær. Efni barnasá ttmá lans Í myndbandinu er nokkuð flókinn orðaforði. Hér eru dæmi um orð sem gæti verið gott að fara yfir jafnóðum og þau koma fyrir í myndbandinu, eða á undan, allt eftir því sem hentar hverju sinni: grein að tjá sig tengsl að standa vörð um grundvöllur – grundvallargreinar innbyrðis að fela í sér stjórnvöld jafnræði sjálfsmynd fyrir bestu að rækta sjálfsmynd í þeirra stað
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=