Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 16 Sameinuðu þjóðirnar og Barnasáttmálinn Forþekking • Hvað merkir orðið sameinaður? • Hvað er þjóð? • Hafið þið heyrt talað um Sameinuðu þjóðirnar? • Hvað eru Sameinuðu þjóðirnar? • Hvað standa þær fyrir? • Af hverju voru þær voru stofnaðar? • Hvert er hlutverk þeirra? Kveikja Hér má finna stutt fræðslumyndband um sögu Barnasáttmálans sem UNICEF á Íslandi framleiddi. Mælt er með því að horfa saman á myndbandið og stoppa reglulega til að ræða innihaldið. Í myndbandinu er nokkuð flókinn orðaforði. Hér eru dæmi um orð sem gæti verið gott að fara yfir jafnóðum og þau koma fyrir í myndbandinu, eða á undan allt eftir því sem hentar hverju sinni: sáttmáli bindandi að vera háður einhverju afleiðingar að vakna til vitundar viðkvæm staða sjálfstæður einstaklingur skoðun þarfir iðka bandalag aðildarríki yfirlýsing að fullgilda seinni heimsstyrjöldin að lögfesta jafnræði að innleiða mismunur stjórnsýsla landamæri í stakk búin Fróðleikur Hvað eru Sameinuðu þjóðirnar? Sameinuðu þjóðirnar eru samtök nær allra þjóða heims. Þær voru stofnaðar stuttu eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk í þeim tilgangi að skapa vettvang fyrir fulltrúa ríkja heimsins að tala saman og vinna saman að friði í stað þess að berjast. Markmið Sameinuðu þjóðanna er að varðveita heimsfrið og öryggi, efla friðsamlega sambúð á milli þjóða, koma á alþjóðasamvinnu um lausn alþjóðavandamála og stuðla að virðingu fyrir mannréttindum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=