40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 15 Verkefni 2: Hvað þurfa börn til að líða vel og upplifa sig örugg? Kennari kynnir verkefnið og varpar fram spurningunni hvað þurfa börn til að lifa, líða vel og upplifa sig örugg? Kennari stjórnar hugstormun í bekknum þar sem börnin koma með tillögur að svörum. Kennari vitnar gjarnan í það sem börnin hafa lært um réttindi barna ef þess þarf. Síðan ræða nemendur í námspörum eða minni hópum um hvað þeim finnst að öll börn þurfi. Námspörin/-hóparnir skrá og teikna niðurstöður sínar, til dæmis á stórt blað, í stílabók eða á annan hátt. Kennari hvetur börnin til að hjálpast að og vera ófeimin við að leita til annarra námspara/-hópa ef þau þurfa hjálp eða hugmyndir. Dæmi um svör gætu verið: heimili, fjölskyldu, öryggi, hollan mat, hreint vatn, heilbrigðisþjónustu, vini, upplýsingar, föt og hlýju, umönnun, hreinlæti o.s.frv. Hægt er að nota Fylgiskjal 4. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 90 Fylgiskjal 4 Hvað þurfa börn til að líða vel og upplifa sig örugg? Teiknaðu þig í miðjuna og skrifaðu í talbólurnar það sem þér dettur í hug. Ég
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=