40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 14 Verkefni 1: Börn hafa sérstök réttindi: Allar manneskjur eiga sín mannréttindi frá því að við fæðumst og þar til við deyjum. Börn hafa þar að auki sérstök réttindi þar sem þörf er á að vernda þau sérstaklega þar sem þau eru mun viðkvæmari hópur og háð þeim fullorðnu um margt. Þau hafa þannig ákveðin réttindi umfram þá fullorðnu en þessi réttindi eru sett fram í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Umræður í bekknum og/eða í hópum • Hvernig fáum við mannréttindi? • Er hægt að missa mannréttindi? • Hvernig viljum við að öllum börnum í heiminum líði? Börnin koma með tillögur að svörum. Verkefni: Öll börn eiga skilið að vera… Sjá Fylgiskjal 3. Dæmi um svör gætu verið: hamingjusöm, elskuð, örugg, frjáls, glöð, ánægð, sérstök, alsæl, hissa, undrandi, kát, þakklát, vongóð, kjörkuð, hress, jákvæð, stolt, sátt, bjartsýn, eftirvæntingarfull, með sjálfstraust, fyndin. Fróðleikur Mannréttindi snúast um allt það sem er okkur nauðsynlegt til að lifa sem manneskjur. Í mannréttindasáttmálum eru þessi réttindi skilgreind og með því að undirrita slíka sáttmála lofa aðildarríki að búa til kerfi sem verndar þessi réttindi allra borgara landsins. Ef þau gera það ekki geta þau verið sökuð um mannréttindabrot fyrir alþjóðadómstólum. Allar manneskjur þurfa svo að virða mannréttindi hver annarrar. Mikilvægt er að hafa í huga í að öll fæðumst við með mannréttindi og við getum aldrei misst réttindi okkar. Við þurfum ekkert að gera til að eiga þau og við getum ekki losað okkur við þau. Þau tengjast öll og gilda alltaf og alls staðar. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 89 Fylgiskjal 3 BARNASÁTTMÁLINN Teiknaðu þig í miðjuna og skrifaðu í talbólurnar. Öll börn eiga skilið að vera... Ég
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=