Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 12 Smiðja 1 MANNRÉTTINDI OG BARNASÁTTMÁLINN Markmið: Að nemendur: • skilji hugtakið mannréttindi • skilji hvað Sameinuðu þjóðirnar eru • kynnist sögu Barnasáttmálans – hvernig hann varð til og hvaða hlutverki hann þjónar Meginmarkmið smiðjukennslunnar Kennari útskýrir fyrir nemendum meginmarkmið með réttindafræðslunni/-smiðjunni. Hvað felst í því að læra um réttindi barna? Útskýrt hvað ætlast er til að nemendur kunni að lokinni vinnu við efnið. Um er að ræða 12 smiðjur þar sem nemendur kafa ofan í viðfangsefnið. • Mannréttindi og Barnasáttmálinn. Nemendur kynnast hugtakinu mannréttindi og tilgangi, tilurð og notkun Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. • Jafnrétti er helsta þema smiðjunnar, það að öll börn séu jafn mikilvæg er undirtónn alls sem gert er. • Áhrifin mín. Annað þema sem er undirliggjandi í hverjum tíma er að nemendur velta fyrir sér hvernig þeir geti haft áhrif á líf sitt og annarra. • Réttindi mín. Nemendur kynnast réttindum sínum samkvæmt Barnasáttmálanum með því að setja þau í samhengi við ýmis verkefni. • Að setja sig í spor annarra. Mikilvægt er að nemendur skilji hvað það er að setja sig í spor annarra. • Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Nemendur kynnast heimsmarkmiðunum og fræðast um að það er margt sem hvert og eitt okkar getur gert til þess að þau náist. Ísbrjótur – kynning Kennari kynnir sig og nemendur hópsins kynna sig. • Ef kennari þekkir hópinn ekki vel er mælt með því að fara í leik. ○ Ísbrjótur: Nemendur og kennari setjast í hring. Fyrst kynnir einn nemandi sig með fornafni, dæmi: Baldur. Næsti nemandi við hann á vinstri hönd endurtekur nafnið og kynnir síðan sig með nafni, dæmi: Baldur, Auður. Næsti nemandi í röðinni kynnir síðan þau tvö og svo sjálfan sig, dæmi: Baldur, Auður, Snæja og svo koll af kolli. Að endingu endurtekur kennarinn nöfn allra nemendanna í röð og kynnir sig að lokum. • Kennari biður nemendur um að hafa opinn hug ef þau þekkja viðfangsefnið, réttindi barna, ekki vel. Kennari tjáir von um góða samvinnu í skemmtilegum tímum með fjörugum umræðum, þar sem allir eru ófeimnir við að spyrja og tjá skoðanir sínar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=