40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 10 Gögn sem þarf í vinnu með efnið Eftirfarandi gögn er gott að hafa til reiðu til að vinna með í smiðjunum: Fyrir kennara 1. Kennsluleiðbeiningar 2. Línustrikuð og hvít blöð fyrir nemendur eftir þörfum 3. Fylgiskjöl ef kennari kýs að nýta þau Fyrir nemendur 1. Mappa, stílabók eða rafrænt skjal til að halda utan um vinnu hvers nemanda 2. Barnasáttmálinn, einn fyrir hvern nemanda 3. Skriffæri og litir Kennsluaðferðir: • Kveikjur – forþekking í formi umræðna • Kveikjur – myndbönd, sögur og fleira • Umræður • Fróðleikur • Verkefnavinna: Hópvinna, einstaklingsvinna og spjallæfingar Spjallfélagaæfingar Kennari útskýrir spjallfélagaæfingar, en það er umræðuaðferð. Hún virkar þannig að kennari skrifar nöfn nemenda á spjöld/tunguspaða sem hann setur saman í krukku/poka. Þegar vinna á með spjallfélagaæfingu dregur kennari tvo og tvo nemendur sem eiga að ræða saman ákveðið verkefni. Með þessu móti þurfa allir að æfa sig í að tala við alla. Markmið og tilgangur spjallfélagaæfinganna er að nemendur æfi sig í að hluta á aðra og bera virðingu fyrir skoðunum annarra, án þess endilega að vera sammála. Að æfa sig í að mynda sér sínar eigin skoðanir og fá tækifæri til að tjá þær. Kennari parar saman spjallfélaga í hvert sinn. Spjallfélagaæfingar eru notaðar markvisst í smiðjunni. Bækur sem hafa þarf til taks, eru ef til vill til á bókasöfnum skóla. Emmanuel‘s Dream: The True Story of Emmanuel Ofosu Yeboah eftir Laurie Ann Thompson með myndum eftir Sean Qualls. Ég er Malala. Höfundur Malala Yousafzai. Útgefandi Salka, 2017. Flóttamenn og farandfólk eftir Ceri Roberts með myndum eftir Hanane Kai í íslenskri þýðingu Höllu Sverrisdóttur. Bókin er hluti af bókaröðinni Börn í okkar heimi sem er gefin út af Menntamálastofnun, ásamt hljóðbókina og sérstakan kennsluvef með bókinni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=