Réttindasmiðjan - mannréttindafræðsla

Réttindafræðsla fyrir miðstig grunnskóla Hanna Borg Jónsdóttir Réttindasmiðja

Réttindasmiðjan Mannréttindafræðsla fyrir miðstig grunnskóla ISBN 978-9979-0-2950-2 © 2024 Hanna Borg Jónsdóttir © 2024 Myndir Shutterstock og heimsmarkmiðin. Ritstjórn: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Yfirlestur og góð ráð: Eygló Sigurðardóttir og Harpa Jónsdóttir, grunnskólakennarar. Þakkir til Þróunarsjóðs námsgagna og Þróunarsjóðs grunnskóla í Garðabæ, sem styrktu verkefnið. Málfarslestur: Menntamálastofnun 1. útgáfa 2024 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogur Umbrot og útlit: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 3 Kennsluleiðbeiningar Námsmat Fylgiskjöl

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 4 Efnisyfirlit Formáli 5 Til kennara 7 Smiðja 1 MANNRÉTTINDI OG BARNASÁTTMÁLINN 12 Verkefni 1: Börn hafa sérstök réttindi: 14 Verkefni 2: Hvað þurfa börn til að líða vel og upplifa sig örugg? 15 Verkefni 3: Saga Barnasáttmálans 19 Smiðja 2 EFNI BARNASÁTTMÁLANS – HELSTU ÁHERSLUR 20 Verkefni 1: Umönnun, vernd og þátttaka 22 Verkefni 2: Hverjir taka ákvarðanir fyrir okkur? 24 Verkefni 3: Leikþáttur 24 Smiðja 3 JAFNRÉTTI 25 Verkefni 1: Fjölskyldan mín 27 Verkefni 2: Fjölskyldurnar okkar 27 Verkefni 3: Lausnir 31 Verkefni 4: Við erum öll jafn mikilvæg 32 Smiðja 4 FORDÓMAR 33 Verkefni 1: Fordómar og þröngsýni 35 Verkefni 2: Orðaský 35 Verkefni 3: Emmanuel Ofosu Yeboah 36 Verkefni 4: Lög og textar um fordóma 37 Verkefni 5: Skapandi skrif 37 Verkefni 6: Slagorð! 38 Smiðja 5 MÁTTUR MENNTUNAR 39 Verkefni 1: Spjallfélagaverkefni! 41 Verkefni 2: Saga Malölu 43 Verkefni 3: Kynning, hlaðvarp (e. podcast) eða pallborðsumræður 44 Smiðja 6 OFBELDI, ÁHRIF MÍN OG HVERS KONAR MANNESKJA VIL ÉG VERA? 45 Verkefni 1: Hvað má setja á netið? 48 Verkefni 2: Neyðarlínan 49 Verkefni 3: Áhrifin okkar 50 Verkefni 4: Örleikrit 51 Verkefni 5: Gildin mín 52 Verkefni 6: Gildi bekkjarins 52 Verkefni 7: Ég! 53 Smiðja 7 FYRIRMYNDIR 54 Verkefni 1: Fyrirmyndin mín 56 Verkefni 2: Þú sem fyrirmynd 56 Smiðja 8 RÉTTINDI OG ÞARFIR UNGBARNA OG 11 ÁRA BARNA 57 Verkefni 1: Hvaða greinar Barnasáttmálans eru sérstaklega mikilvægar fyrir nýfædd börn?59 Verkefni 2: Hverjar eru þarfir 11 ára gamals barns? 60 Smiðja 9 RÉTTINDABÆRINN 61 Verkefni 1: Réttindabær – veggspjald 62 Verkefni 2: Réttindabær – í þrívídd 62 Smiðja 10 ÖNNUR LÖG OG REGLUR UM BÖRN OG RÉTTINDI OG FORRÉTTINDI 63 Verkefni 1: Skyldur og ábyrgð barna 65 Verkefni 2: Munur á reglum og lögum 65 Verkefni 3: Réttindi og forréttindi 67 Smiðja 11 BÖRN Á FLÓTTA OG AÐ SETJA SIG Í SPOR ANNARRA 68 Verkefni 1: Orðaský 69 Verkefni 2: Ferðataska eða flóttataska 69 Verkefni 3: Börn á flótta 70 Smiðja 12 HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA 71 Verkefni 1: Hvað get ég gert? 74 Verkefni 2: Hvað get ég gert? – framhald 75 Verkefni 3: Borðspil 75 Verkefni 4: Sendum bréf 76 Verkefni 5: Heimsókn og kynning 76 Heimildaskrá 78 Fylgigögn Gögn vegna námsmats 79 Lykilhæfni – Réttindasmiðjan 80 Námsmat – Réttindasmiðjan 81 Könnun – Réttindasmiðjan 82 Verkefnablöð 85

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 5 Formáli Ég er lögfræðingur, kennari og barnabókahöfundur, sérhæfð í mannréttindum og málefnum barna. Bættur hagur barna er mér hjartans mál og því ákvað ég að afla mér kennsluréttinda. Í tengslum við það fékk ég einstakt tækifæri til þess að hanna og þróa kennsluefni til að nýta í réttindafræðslu. Sú vinna fór fram í Flataskóla í Garðabæ, þar sem ég kenndi og þróaði efnið á tímabilinu frá ágúst 2018 til maí 2020. Flataskóli er einn af þremur skólum sem voru fyrstir íslenskra grunnskóla til að uppfylla sérstök skilyrði og hljóta viðurkenningu sem réttindaskóli UNICEF haustið 2017. Þeir nemendur sem sátu tíma í réttindasmiðju á meðan á þróun efnisins stóð settu mark sitt á skipulag smiðjunnar, ekki síst þegar kom að því að skipuleggja hverja kennslustund og komast að því hversu mikinn tíma það tekur að kenna efnið og fyrir nemendur að vinna verkefnin. Á ég þessum nemendum sérstakar þakkir skyldar auk þess sem ég vil færa þáverandi skólastjóra Flataskóla, Ólöfu S. Sigurðardóttur, sérstakar þakkir fyrir traustið. Námsefnið var jafnframt lokaverkefni mitt til M.Ed. gráðu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands árið 2020. Efnið hef ég svo kennt í smiðjum í 6. bekk í Flataskóla frá því haustið 2022. Ég hef óbilandi trú á réttindafræðslu sem leið til að byggja upp samfélag fullt af réttsýnum og réttindameðvituðum einstaklingum sem iðka og trúa á jafnrétti og fordómaleysi. Efnið er sett upp þannig að allir kennarar geti kennt það, það þarf ekki sérstakan faggreinakennara til. Þannig ætti enginn að þurfa að skorast undan því að takast á við verkefnið að fræða börn um réttindi sín. Reynsla mín sýnir að nemendur hafa gagn og gaman af efninu og öðlast smátt og smátt meira öryggi og sjálfstraust til að taka virkan þátt í umræðum og velta upp mikilvægum spurningum. Það er von mín og trú að efnið verði kennt sem víðast og að allir hafi gaman af, bæði nemendur og kennarar.

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 6

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 7 Til kennara Til undirbúnings kennslu í réttindafræðslu er mælt með því að kennarar horfi á og tileinki sér námskeiðið Réttindafræðsla í framkvæmd sem er að finna inni á fræðsluvettvangi UNICEF á Íslandi. Þar er farið yfir hvers vegna það er nauðsynlegt að tryggja börnum réttindafræðslu en bæði lögin og aðalnámskrá gera ráð fyrir því. Einnig er farið yfir þann dýrmæta ávinning sem hlýst af markvissri réttindafræðslu og hugmyndir að leiðum. Auðvelt er að skrá sig inn á fræðsluvettvanginn með tölvupóstfangi. Réttindasmiðja Námsefni þetta hentar vel til kennslu í smiðjum fyrir nemendur á miðstigi í grunnskóla sem og fyrir almenna samfélagsgreinakennslu inni í bekkjum. Um er að ræða kennsluáætlanir fyrir 12 smiðjur. Hver smiðja er áætluð sem 80 mínútna kennslustund. Hægt er að kenna efnið í heilum bekkjum en gott er að kenna í minni hópum ef möguleiki er á því. Efnið byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Efninu fylgja fylgiskjöl ef kennari kýs að nota þau en reynt er að setja fram hugmyndir að fleiri útfærslum á kennslunni í öllum smiðjunum. Einnig eru tillögur að námsmatslistum ef kennarar vilja nýta sér þá. Meginmarkmið Meginmarkmið með námsefninu eru að nemandi: • geri sér grein fyrir því að öll börn eru jafn mikilvæg • kynnist réttindum sínum samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna • verði færari um að setja sig í spor annarra • geti tekið þátt í samræðu og samstarfi í jafningjahópi með því að hlusta og bera virðingu fyrir skoðunum annarra og tjá eigin skoðanir • geri sér grein fyrir mikilvægi þess að virða réttindi annarra og getu sinni til að hafa góð áhrif á annað fólk • geri sér grein fyrir eigin mikilvægi og mætti til að hafa áhrif þegar kemur að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna Lykilhæfni Kennari kynnir fyrir nemendum lykilhæfnina sem metin verður í smiðjunni. Kennari útskýrir fyrir nemendum að hann meti frammistöðu nemenda í hverri kennslustund fyrir sig og einnig að nemendur meti sjálfir frammistöðu sína þegar kemur að lykilhæfninni. Lykilhæfnin er eftirfarandi: • Nemandi sýnir kurteisi og kemur vel fram við aðra. • Nemandi tekur virkan þátt í kennslustundum, t.d. með því að taka þátt í umræðum. • Nemandi fer eftir fyrirmælum kennara. • Nemandi er sjálfstæður í vinnubrögðum. • Nemandi er jákvæður gagnvart verkefnum sem lögð eru fyrir. • Nemandi gengur vel um kennslustofuna.

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 8 Viðfangsefni smiðjunnar • Mannréttindi og barnasáttmálinn. Nemendur kynnast hugtakinu mannréttindi og tilgangi, tilurð og notkun Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. • Jafnrétti er helsta þema smiðjunnar, það að öll börn eru jafn mikilvæg er undirtónn alls sem gert er. Þó að öll börn séu mismunandi skipta þau öll jafn miklu máli og hafa sömu réttindi. Nemendur fræðast um hvað jafnrétti þýðir og hvað það felur í sér. • Nemendur fræðast um fordóma, hvernig þeir verða til og hvernig þá skuli varast ásamt því að setja sig í spor þeirra sem verða fyrir fordómum. • Máttur menntunar. Nemendur fræðast sérstaklega um mikilvægi menntunar og hvers vegna það er mikilvægt að öll börn fái jöfn tækifæri til menntunar. • Áhrifin mín. Annað þema sem er undirliggjandi í hverjum tíma smiðjunnar er að nemendur geri sér grein fyrir því hvernig þeir geta haft áhrif á líf sitt og annarra. Þeir sem hafa góð áhrif eru þeir sem bera virðingu fyrir réttindum annarra. Í framhaldinu er fjallað sérstaklega um hvað það þýðir að vera góð fyrirmynd. • Nemendur kynnast réttindum sínum samkvæmt Barnasáttmálanum með því að setja þau í samhengi við ýmis verkefni. Þá eru réttindi barna sett í samhengi við ábyrgð foreldra og aðildarríkja Barnasáttmálans. Það er mikilvægt að sá sem fræðir börn um réttindi sín geri sér grein fyrir því að í Barnasáttmálanum er hvergi talað um að börn hafi skyldur en með því að fræðast um réttindi sín læra nemendur að þeim ber að virða réttindi annarra. Ákvæði sáttmálans fjalla hins vegar um skyldur aðildarríkja, foreldra og annarra umönnunaraðila til að passa uppá að réttindi barna séu virt. • Að setja sig í spor annarra. Áhersla er lögð á að nemendur skilji hvað það þýðir að setja sig í spor annarra. Unnið er sérstakt verkefni þar sem nemendur setja sig í spor flóttabarna. • Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í smiðjunni kynnast nemendur Heimsmarkmiðunum, tilgangi þeirra, tilurð og hvernig þau virka sem ein heild. Nemendur kynnast því að það er margt sem hver og einn einstaklingur getur gert til að markmiðin náist. Aðalnámskrá Réttindasmiðja hentar vel til þess að takast á við verkefni sem snúa með beinum hætti að grunnþáttunum sex úr aðalnámskrá, en þeir eru: lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sjálfbærni, læsi, heilbrigði og velferð og sköpun. Hugtakið mannréttindi er sérstaklega tekið fyrir og farið yfir réttindi barna samkvæmt Barnasáttmálanum, en réttindi barna tengjast heilbrigði og velferð með beinum hætti. Eins og áður kom fram er jafnrétti undirliggjandi þema smiðjunnar í heild þar sem haft er að leiðarljósi að allir jarðarbúar séu jafn mikilvægir. Nemendur velta fyrir sér fjölbreytileika fólks í heiminum og hvers vegna hann sé mikilvægur. Sjálfbærni er sérstakt viðfangsefni þegar kemur að umfjöllun um heimsmarkmiðin. Áhersla er lögð á lýðræðislega þátttöku barna í nærumhverfi sínu og þau hvött til að nýta sér rétt sinn og láta í ljós skoðanir sínar á málum er þau varða. Þá er sérstaklega farið yfir hvernig réttindi okkar geta takmarkast af réttindum annarra og að taka þurfi tillit til náungans. Þannig geta nemendur bætt læsi sitt á samskiptum manna og samfélaginu í heild.

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 9 Eftirfarandi hæfniviðmið er að finna í kafla aðalnámskrár um samfélagsgreinar en réttindasmiðjan byggir á þeim. Við lok 7. bekkjar getur nemandi: Reynsluheimur • sýnt fram á skilning á mikilvægum gildum, svo sem kærleika, mannhelgi, félagslegu réttlæti, umhyggju fyrir öðrum mönnum og öllu lífi • lýst með dæmum áhrifum tækni og mannlegra athafna á samfélag og umhverfi. • gert sér grein fyrir margbreytileika fjölskyldna og margvíslegum hlutverkum innan þeirra. • gert sér grein fyrir hugmyndum um samhjálp og velferð og framkvæmd hennar í samfélaginu Hugarheimur • tileinkað sér heilbrigða og holla lífshætti • gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og rætt þýðingu þess • sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn á völdum stöðum og tímum Félagsheimur • tekið þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu • borið kennsl á ólíkan bakgrunn fólks og virt frelsi þess til mismunandi trúar, lífsgilda, skoðana og lífshátta • metið og brugðist við ólíkum skoðunum og upplýsingum á fordómalausan hátt • rökrætt um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðilegum toga • tekið þátt í samræðu um stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur, sýnt ábyrgð í samskiptum og áttað sig á réttindum sínum samkvæmt alþjóðasáttmálum • tjáð þekkingu sína og viðhorf með fjölbreyttum hætti, einn og í samstarfi við aðra • nefnt dæmi um gildi jafnréttis og mannréttinda í samfélaginu og rætt áhrif staðalímynda • sýnt sanngirni, sjálfstraust og virðingu í samskiptum og samvinnu við aðra • rætt um eigin athafnir og afleiðingar þeirra • tekið þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt • sýnt samferðafólki sínu tillitssemi og umhyggju í öllum samskiptum (Aðalnámskrá, 2013, bls. 198–203) Námsmat Lagt er til að lögð verði fyrir könnun í lok vinnunnar í smiðjunum til að kanna hvort og hvernig nemendur hafi tileinkað sér efnið. Nemendum er heimilt að hafa Barnasáttmálann hjá sér þegar könnunin er tekin. Kennarar geta einnig metið verkefnin jafnóðum og í mörgum þeirra getur sjálfsmat nemenda eða jafningjamat einnig hentað vel.

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 10 Gögn sem þarf í vinnu með efnið Eftirfarandi gögn er gott að hafa til reiðu til að vinna með í smiðjunum: Fyrir kennara 1. Kennsluleiðbeiningar 2. Línustrikuð og hvít blöð fyrir nemendur eftir þörfum 3. Fylgiskjöl ef kennari kýs að nýta þau Fyrir nemendur 1. Mappa, stílabók eða rafrænt skjal til að halda utan um vinnu hvers nemanda 2. Barnasáttmálinn, einn fyrir hvern nemanda 3. Skriffæri og litir Kennsluaðferðir: • Kveikjur – forþekking í formi umræðna • Kveikjur – myndbönd, sögur og fleira • Umræður • Fróðleikur • Verkefnavinna: Hópvinna, einstaklingsvinna og spjallæfingar Spjallfélagaæfingar Kennari útskýrir spjallfélagaæfingar, en það er umræðuaðferð. Hún virkar þannig að kennari skrifar nöfn nemenda á spjöld/tunguspaða sem hann setur saman í krukku/poka. Þegar vinna á með spjallfélagaæfingu dregur kennari tvo og tvo nemendur sem eiga að ræða saman ákveðið verkefni. Með þessu móti þurfa allir að æfa sig í að tala við alla. Markmið og tilgangur spjallfélagaæfinganna er að nemendur æfi sig í að hluta á aðra og bera virðingu fyrir skoðunum annarra, án þess endilega að vera sammála. Að æfa sig í að mynda sér sínar eigin skoðanir og fá tækifæri til að tjá þær. Kennari parar saman spjallfélaga í hvert sinn. Spjallfélagaæfingar eru notaðar markvisst í smiðjunni. Bækur sem hafa þarf til taks, eru ef til vill til á bókasöfnum skóla. Emmanuel‘s Dream: The True Story of Emmanuel Ofosu Yeboah eftir Laurie Ann Thompson með myndum eftir Sean Qualls. Ég er Malala. Höfundur Malala Yousafzai. Útgefandi Salka, 2017. Flóttamenn og farandfólk eftir Ceri Roberts með myndum eftir Hanane Kai í íslenskri þýðingu Höllu Sverrisdóttur. Bókin er hluti af bókaröðinni Börn í okkar heimi sem er gefin út af Menntamálastofnun, ásamt hljóðbókina og sérstakan kennsluvef með bókinni.

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 11 Fordómar og þröngsýni eftir Louise Spilsbury með myndum eftir Hanane Kai í íslenskri þýðingu Höllu Sverrisdóttur. Bókin er hluti af bókaröðinni Börn í okkar heimi sem er gefin út af Menntamálastofnun. Nemendabók, Hljóðbók, Kennsluleiðbeiningar Malala Yousafzai – Litla fólkið og STÓRU DRAUMARNIR. Höfundur er Maria Isabel Sanchez Vegara. Salka 2021. Malala‘s Magic Pencil eftir Malölu Yousafzai með myndum eftir Kerascoët. Rúnar góði, barnabók eftir Hönnu Borg Jónsdóttur með myndum eftir Heiðdísi Helgadóttur. Vertu þú! Litríkar sögur af fjölbreytileikanum eftir Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur. Það getur reynst gagnlegt að hafa tiltækt bekkjarsett af bókunum Fordómar og þröngsýni og Flóttamenn og farandfólk, þar sem gott getur verið að leyfa nemendum að lesa þessar bækur í samlestri og skoða í leiðinni áhrifaríkar myndir. Gagnlegar vefsíður Fræðsla um Barnasáttmálann – Fyrir kennara Barnasáttmálinn.is: Verkefni fyrir 10–12 ára Réttindafræðsla UNICEF Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 12 Smiðja 1 MANNRÉTTINDI OG BARNASÁTTMÁLINN Markmið: Að nemendur: • skilji hugtakið mannréttindi • skilji hvað Sameinuðu þjóðirnar eru • kynnist sögu Barnasáttmálans – hvernig hann varð til og hvaða hlutverki hann þjónar Meginmarkmið smiðjukennslunnar Kennari útskýrir fyrir nemendum meginmarkmið með réttindafræðslunni/-smiðjunni. Hvað felst í því að læra um réttindi barna? Útskýrt hvað ætlast er til að nemendur kunni að lokinni vinnu við efnið. Um er að ræða 12 smiðjur þar sem nemendur kafa ofan í viðfangsefnið. • Mannréttindi og Barnasáttmálinn. Nemendur kynnast hugtakinu mannréttindi og tilgangi, tilurð og notkun Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. • Jafnrétti er helsta þema smiðjunnar, það að öll börn séu jafn mikilvæg er undirtónn alls sem gert er. • Áhrifin mín. Annað þema sem er undirliggjandi í hverjum tíma er að nemendur velta fyrir sér hvernig þeir geti haft áhrif á líf sitt og annarra. • Réttindi mín. Nemendur kynnast réttindum sínum samkvæmt Barnasáttmálanum með því að setja þau í samhengi við ýmis verkefni. • Að setja sig í spor annarra. Mikilvægt er að nemendur skilji hvað það er að setja sig í spor annarra. • Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Nemendur kynnast heimsmarkmiðunum og fræðast um að það er margt sem hvert og eitt okkar getur gert til þess að þau náist. Ísbrjótur – kynning Kennari kynnir sig og nemendur hópsins kynna sig. • Ef kennari þekkir hópinn ekki vel er mælt með því að fara í leik. ○ Ísbrjótur: Nemendur og kennari setjast í hring. Fyrst kynnir einn nemandi sig með fornafni, dæmi: Baldur. Næsti nemandi við hann á vinstri hönd endurtekur nafnið og kynnir síðan sig með nafni, dæmi: Baldur, Auður. Næsti nemandi í röðinni kynnir síðan þau tvö og svo sjálfan sig, dæmi: Baldur, Auður, Snæja og svo koll af kolli. Að endingu endurtekur kennarinn nöfn allra nemendanna í röð og kynnir sig að lokum. • Kennari biður nemendur um að hafa opinn hug ef þau þekkja viðfangsefnið, réttindi barna, ekki vel. Kennari tjáir von um góða samvinnu í skemmtilegum tímum með fjörugum umræðum, þar sem allir eru ófeimnir við að spyrja og tjá skoðanir sínar.

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 13 Hvað eru mannréttindi? Forþekking • Kennari getur byrjað vinnuna á því að skoða orðið réttindi með bekknum. Hvað eru réttindi? • Geta börnin nefnt dæmi um réttindi sem þau hafa? Hvað eru þá mannréttindi? Geta börnin nefnt dæmi um mannréttindi? Mannréttindi eru réttindi sem eru okkur nauðsynleg til þess að lifa sem manneskjur. Þau snúast um að allir fái haldið mannlegri reisn. UNICEF hefur gefið út myndbönd sem geta hentað sem kveikja. Hvað eru mannréttindi? Kveikja – myndband Myndbandið útskýrir hvað mannréttindi eru. Það er töluvert af flóknum orðum í þessu myndbandi, svo sem: jafnrétti að framselja, óframseljanlegur virðing náttúruhamfarir húsaskjól meðfæddur ofbeldi skilyrðislaus vanþekking alþjóðlegur hatur hugmyndafræði óaðskiljanleg sáttmáli heilsa Kennari metur hvaða orð þarf að ræða áður en myndbandið er sýnt. Það er líka hægt að stoppa myndbandið eftir þörfum og ræða efnið. Teiknimyndin Við eigum öll réttindi er á einfaldara máli. Þessi teiknimynd er til á ensku og öðrum tungumálum. Hér getur hentað að horfa bara á útskýringuna á hugtakinu réttindi (1:00-1:37) Lagið We’ve All Got Rights er líflegt og skemmtilegt og fjallar um sama efni. Umræður í bekknum og/eða í hópum • Hvað eru mannréttindi? • Af hverju þurfum við mannréttindi? • Hverjir hafa mannréttindi? • Hvaða réttindi hafa börn? • Af hverju þurfa börn sérstök réttindi? • Hver á að passa upp á að réttindi barna séu virt? • Hverjir þurfa að þekkja réttindi barna? • Hvaða máli skiptir að börn þekki réttindi sín? Af hverju? Eftir umræðurnar skiptir kennari nemendum upp í hópa. Hver hópur velur sér eina af spurningunum hér fyrir ofan (eða skapar eigin spurningu) og býr saman til svar við henni. Svörin mega gjarnan vera myndræn eða studd myndum. Síðan kynna hóparnir vinnu sína í bekknum.

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 14 Verkefni 1: Börn hafa sérstök réttindi: Allar manneskjur eiga sín mannréttindi frá því að við fæðumst og þar til við deyjum. Börn hafa þar að auki sérstök réttindi þar sem þörf er á að vernda þau sérstaklega þar sem þau eru mun viðkvæmari hópur og háð þeim fullorðnu um margt. Þau hafa þannig ákveðin réttindi umfram þá fullorðnu en þessi réttindi eru sett fram í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Umræður í bekknum og/eða í hópum • Hvernig fáum við mannréttindi? • Er hægt að missa mannréttindi? • Hvernig viljum við að öllum börnum í heiminum líði? Börnin koma með tillögur að svörum. Verkefni: Öll börn eiga skilið að vera… Sjá Fylgiskjal 3. Dæmi um svör gætu verið: hamingjusöm, elskuð, örugg, frjáls, glöð, ánægð, sérstök, alsæl, hissa, undrandi, kát, þakklát, vongóð, kjörkuð, hress, jákvæð, stolt, sátt, bjartsýn, eftirvæntingarfull, með sjálfstraust, fyndin. Fróðleikur Mannréttindi snúast um allt það sem er okkur nauðsynlegt til að lifa sem manneskjur. Í mannréttindasáttmálum eru þessi réttindi skilgreind og með því að undirrita slíka sáttmála lofa aðildarríki að búa til kerfi sem verndar þessi réttindi allra borgara landsins. Ef þau gera það ekki geta þau verið sökuð um mannréttindabrot fyrir alþjóðadómstólum. Allar manneskjur þurfa svo að virða mannréttindi hver annarrar. Mikilvægt er að hafa í huga í að öll fæðumst við með mannréttindi og við getum aldrei misst réttindi okkar. Við þurfum ekkert að gera til að eiga þau og við getum ekki losað okkur við þau. Þau tengjast öll og gilda alltaf og alls staðar. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 89 Fylgiskjal 3 BARNASÁTTMÁLINN Teiknaðu þig í miðjuna og skrifaðu í talbólurnar. Öll börn eiga skilið að vera... Ég

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 15 Verkefni 2: Hvað þurfa börn til að líða vel og upplifa sig örugg? Kennari kynnir verkefnið og varpar fram spurningunni hvað þurfa börn til að lifa, líða vel og upplifa sig örugg? Kennari stjórnar hugstormun í bekknum þar sem börnin koma með tillögur að svörum. Kennari vitnar gjarnan í það sem börnin hafa lært um réttindi barna ef þess þarf. Síðan ræða nemendur í námspörum eða minni hópum um hvað þeim finnst að öll börn þurfi. Námspörin/-hóparnir skrá og teikna niðurstöður sínar, til dæmis á stórt blað, í stílabók eða á annan hátt. Kennari hvetur börnin til að hjálpast að og vera ófeimin við að leita til annarra námspara/-hópa ef þau þurfa hjálp eða hugmyndir. Dæmi um svör gætu verið: heimili, fjölskyldu, öryggi, hollan mat, hreint vatn, heilbrigðisþjónustu, vini, upplýsingar, föt og hlýju, umönnun, hreinlæti o.s.frv. Hægt er að nota Fylgiskjal 4. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 90 Fylgiskjal 4 Hvað þurfa börn til að líða vel og upplifa sig örugg? Teiknaðu þig í miðjuna og skrifaðu í talbólurnar það sem þér dettur í hug. Ég

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 16 Sameinuðu þjóðirnar og Barnasáttmálinn Forþekking • Hvað merkir orðið sameinaður? • Hvað er þjóð? • Hafið þið heyrt talað um Sameinuðu þjóðirnar? • Hvað eru Sameinuðu þjóðirnar? • Hvað standa þær fyrir? • Af hverju voru þær voru stofnaðar? • Hvert er hlutverk þeirra? Kveikja Hér má finna stutt fræðslumyndband um sögu Barnasáttmálans sem UNICEF á Íslandi framleiddi. Mælt er með því að horfa saman á myndbandið og stoppa reglulega til að ræða innihaldið. Í myndbandinu er nokkuð flókinn orðaforði. Hér eru dæmi um orð sem gæti verið gott að fara yfir jafnóðum og þau koma fyrir í myndbandinu, eða á undan allt eftir því sem hentar hverju sinni: sáttmáli bindandi að vera háður einhverju afleiðingar að vakna til vitundar viðkvæm staða sjálfstæður einstaklingur skoðun þarfir iðka bandalag aðildarríki yfirlýsing að fullgilda seinni heimsstyrjöldin að lögfesta jafnræði að innleiða mismunur stjórnsýsla landamæri í stakk búin Fróðleikur Hvað eru Sameinuðu þjóðirnar? Sameinuðu þjóðirnar eru samtök nær allra þjóða heims. Þær voru stofnaðar stuttu eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk í þeim tilgangi að skapa vettvang fyrir fulltrúa ríkja heimsins að tala saman og vinna saman að friði í stað þess að berjast. Markmið Sameinuðu þjóðanna er að varðveita heimsfrið og öryggi, efla friðsamlega sambúð á milli þjóða, koma á alþjóðasamvinnu um lausn alþjóðavandamála og stuðla að virðingu fyrir mannréttindum.

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 17 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna – saga hans og þýðing: Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var tilbúinn til undirritunar árið 1989 en tilurð hans á sér langa sögu. Í byrjun síðustu aldar var ekki litið svo á að börn hefðu eigin réttindi. Þá var hefðbundið að líta á barnið sem ósjálfstæðan, valdalausan einstakling sem háður var öðrum um allt. Börn voru álitin eign foreldra sinna og enginn utanaðkomandi gat skipt sér af því hvernig komið var fram við barnið. Þegar leið á 20. öldina varð svo umræðan um réttindi barna sífellt fyrirferðarmeiri. Ekki voru allir sammála um hvort barn ætti að hafa önnur eða sömu, minni eða meiri réttindi en fullorðnir einstaklingar. Árið 1924 var fyrst viðurkennt að börn þyrftu sérstaka vernd með alþjóðlegri yfirlýsingu, svokallaðri Genfaryfirlýsingu, en hún var ekki bindandi fyrir ríki heimsins. Þar komu fram ýmsar grundvallarreglur um vernd og umönnun barna. Þá samþykktu Sameinuðu þjóðirnar yfirlýsingu um réttindi barnsins árið 1959 til að tryggja börnum aukna vernd en hún var heldur ekki bindandi fyrir ríki heimsins. Smám saman jókst virðing fyrir getu og hæfni barnsins og hugmyndir kviknuðu um stöðu barns sem einstaklings með eigin réttindi. Smátt og smátt jókst áherslan á að börn væru hæfir einstaklingar sem ættu rétt á að taka þátt í samfélaginu og ákvörðunum um eigið líf. Flest ríki voru sammála um að nauðsynlegt væri að vernda réttindi barna með alþjóðlegum, bindandi sáttmála. Því var hafist handa við gerð hans árið 1979, samkvæmt tillögu Póllands sem sett var fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, en það ár hafði formlega verið útnefnt ár barnsins. Það tók svo 10 ár að komast að samkomulagi um endanlegan texta og form samningsins en Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast nefndur, var loks tilbúinn til undirritunar þann 20. nóvember árið 1989. Barnasáttmálinn markaði mikil tímamót, þar sem hann felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi. Sáttmálinn tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun og endurspeglar nýja sýn á hlutverk og stöðu barna. Hann tekur fram að öll börn eigi rétt á því að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og hafa áhrif. Barnasáttmálinn er útbreiddasti mannréttindasáttmálinn og hafa öll ríki heims fullgilt hann nema eitt, en það eru Bandaríkin. Barnasáttmálinn og Ísland Barnasáttmálinn var fullgiltur fyrir Íslands hönd árið 1992. Það þýddi að Ísland lofaði Sameinuðu þjóðunum að virða og uppfylla ákvæði sáttmálans. Barnasáttmálinn varð svo að íslenskum lögum þann 20. febrúar árið 2013, en það gerir það að verkum að auðveldara er að gæta þess að farið sé eftir honum. Hér væri hægt að prenta út Fylgiskjal 1, sem er saga Barnasáttmálans í stuttu máli, ef ætlunin er að nemendur safni gögnum í möppu með vinnu sinni í þessari smiðju. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 86 Fylgiskjal 1 BARNASÁTTMÁLINN Sagan Hvað eru Sameinuðu þjóðirnar? Sameinuðu þjóðirnar eru samtök nær allra þjóða heims. Þær voru stofnaðar stuttu eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk í þeim tilgangi að skapa vettvang fyrir fulltrúa ríkja heimsins að tala saman og vinna saman að friði í stað þess að berjast. Markmið Sameinuðu þjóðanna er að varðveita heimsfrið og öryggi, efla friðsamlega sambúð á milli þjóða, koma á alþjóðasamvinnu um lausn alþjóðavandamála og stuðla að virðingu fyrir mannréttindum. Af hverju þurfa börn sérstök réttindi? Börn eru vernduð sérstaklega þar sem þau eru mun viðkvæmari hópur og háð þeim fullorðnu með margt. Þau hafa ákveðin réttindi umfram þá fullorðnu en þessi réttindi eru sett fram í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Saga Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var tilbúinn árið 1989 en tilurð hans á sér langa sögu. Í byrjun síðustu aldar var ekki litið svo á að börn hefðu eigin réttindi. Þá var hefðbundið að líta á barnið sem ósjálfstæðan, valdalausan einstakling sem háður var öðrum um allt. Börn voru álitin eign foreldra sinna og enginn utanaðkomandi gat skipt sér af því hvernig komið var fram við barnið. Þegar á leið 20. öldina varð svo umræðan um réttindi barna sífellt fyrirferðameiri. Ekki voru allir sammála um hvort að barn ætti að hafa önnur eða sömu, minni eða meiri réttindi en fullorðnir einstaklingar. Árið 1924 var fyrst viðurkennt að börn þyrftu sérstaka vernd með alþjóðlegri yfirlýsingu en hún var ekki bindandi fyrir ríki heimsins. Þar komu fram ýmsar grundvallarreglur um vernd og umönnun barna. Þá samþykktu Sameinuðu þjóðirnar yfirlýsingu um réttindi barnsins árið 1959 til að tryggja börnum aukna vernd en hún var heldur ekki bindandi fyrir ríki heimsins. Smám saman jókst virðing fyrir getu og hæfni barnsins og hugmyndir kviknuðu um stöðu barns sem einstaklings með eigin réttindi. Smátt og smátt jókst áherslan á að börn væru hæfir einstaklingar sem ættu rétt á að taka þátt í samfélaginu og ákvörðunum um eigið líf. Flest ríki voru sammála um að nauðsynlegt væri að vernda réttindi barna með alþjóðlegum, bindandi sáttmála. Því var hafist handa við gerð hans árið 1979, eftir tillögu sem Pólland setti fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, en það ár hafði formlega verið útnefnt ár barnsins. Það tók svo 10 ár að komast að samkomulagi um endanlegan texta og form samningsins en Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast nefndur, var loks tilbúinn til undirritunnar, þann 20. nóvember árið 1989 eins og áður segir. Barnasáttmálinn markaði mikil tímamót, þar sem sáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi. Sáttmálinn tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun og endurspeglar nýja sýn á hlutverk og stöðu barna. Hann tekur fram að öll börn eigi rétt á því að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og hafa áhrif. HUGTAKIÐ BARN PERSÓNULEG AUÐKENNI FÉLAGAFRELSI BÖRN SEM FLÓTTAMENN MARKMIÐ MENNTUNAR MENNING, TUNGUMÁL, TRÚARBRÖGÐ MINNIHLUTAHÓPA VERND GEGN MISBEITINGU HVERNIG BARNASÁTTMÁLINN VIRKAR BÖRN Í HALDI VERND Í STRÍÐI BATI OG AÐLÖGUN BÖRN SEM BRJÓTA LÖG BESTU LÖGIN GILDA ALLIR VERÐA AÐ ÞEKKJA RÉTTINDI BARNA HVÍLD, LEIKUR, MENNING OG LISTIR VERND GEGN SKAÐLEGRI VINNU VERND GEGN SKAÐLEGUM VÍMUEFNUM VERND GEGN KYNFERÐISOFBELDI VERND GEGN BROTTNÁMI, VÆNDI OG MANSALI FÖTLUÐ BÖRN HEILSUVERND, VATN, MATUR, UMHVERFI EFTIRLIT MEÐ VISTUN BARNA UTAN HEIMILIS FÉLAGSLEG OG EFNAHAGSLEG AÐSTOÐ NÆRING, FÖT OG ÖRUGGT HEIMILI AÐGANGUR AÐ MENNTUN PERSÓNUVERND OG EINKALÍF AÐGENGI AÐ UPPLÝSINGUM ÁBYRGÐ FORELDRA VERND GEGN OFBELDI UMÖNNUN UTAN FJÖLSKYLDU ÆTTLEIDD BÖRN TENGSL VIÐ FJÖLSKYLDU TENGSL VIÐ FORELDRA Í ÖÐRUM LÖNDUM VERND GEGN BROTTNÁMI VIRÐING FYRIR SKOÐUNUM BARNA FRELSI TIL AÐ DEILA HUGMYNDUM SÍNUM SKOÐANA- OG TRÚFRELSI ÖLL BÖRN ERU JÖFN ÞAÐ SEM BARNINU ER FYRIR BESTU RÉTTINDI GERÐ AÐ VERULEIKA LEIÐSÖGN FJÖLSKYLDU LÍF OG ÞROSKI NAFN OG RÍKISFANG BARNASÁTTMÁLI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 18 Tímaásinn 1900: Börn áttu engin réttindi. 1924: Genfaryfirlýsingin Fyrsta alþjóðlega yfirlýsingin sem viðurkenndi að börn þyrftu sérstaka vernd. Yfirlýsingin var samþykkt af Þjóðabandalaginu árið 1924 en hún var ekki bindandi fyrir ríki heimsins. Þar komu fram ýmsar grundvallarreglur um vernd og umönnun barna. 1945: Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar. Sameinuðu þjóðirnar eru samtök nær allra þjóða heims. Þær voru stofnaðar stuttu eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk í þeim tilgangi að skapa vettvang fyrir fulltrúa ríkja heimsins að tala saman og vinna saman að friði í stað þess að berjast. Markmið Sameinuðu þjóðanna er að varðveita heimsfrið og öryggi, efla friðsamlega sambúð á milli þjóða, koma á alþjóðasamvinnu um lausn alþjóðavandamála og stuðla að virðingu fyrir mannréttindum. 1948: Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna Í þessari yfirlýsingu kom fram að allir hefðu sama rétt til frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. 1959: Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna Í yfirlýsingunni kom fram að ríki þyrftu að vernda og hugsa vel um öll börn, sama innan hvaða landamæra þau eru, og einnig að börn eigi að njóta sömu réttinda og fullorðnir. Yfirlýsingin hafði siðferðilega þýðingu en var ekki lagalega bindandi. 1979: Samþykkt að búa til nýjan, bindandi sáttmála um réttindi barna Pólland lagði þetta til og hafist var handa við að skrifa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 1989: Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samþykktur og undirritaður Tíu árum eftir að vinnan við sáttmálann hófst var hann lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann var samþykktur. Öll lönd í heimi fyrir utan Bandaríkin hafa samþykkt sáttmálann. 1992: Barnasáttmálinn fullgiltur á Íslandi Íslensk stjórnvöld skuldbundu sig þar með til þess að virða og uppfylla ákvæði sáttmálans. 2013: Barnasáttmálinn lögfestur á Íslandi Öll ákvæði sáttmálans urðu hluti af íslenskum lögum og því er ávallt hægt að vísa beint í hann á Íslandi, m.a. fyrir íslenskum dómstólum. Hér er hægt að prenta út fylgiskjal 1 þar sem saga Barnasáttmálans er rakin. Nemendur gætu safnað fylgiskjölum í möppu.

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 19 Barnasáttmálinn – umræður 1. Barnasáttmálinn var samþykktur og undirritaður árið 1989. Hvað er langt síðan 1989? 2. Af hverju þurfa börn sérstök réttindi? 3. Af hverju var Barnasáttmálinn búinn til? 4. Hvað tók það langan tíma að skrifa og undirbúa Barnasáttmálann til undirritunar? Af hverju haldið þið að það hafi tekið svona langan tíma? 5. Hvað þýðir að lögfesta? Þekkir þú dæmi um einhver lög sem gilda fyrir alla? Þessu verkefni er líka hægt að svara skriflega með því að prenta út Fylgiskjal 5 og nemendur setja sitt blað í möppu. Verkefni 3: Saga Barnasáttmálans Kennarinn og bekkurinn hjálpast að við að rifja upp sögu Barnasáttmálans og búa til sameiginlega tímalínu á töflu, stórt veggspjald eða sameiginlegt skjal. Fyrir þá nemendur sem finnst betra er að átta sig á því hversu langan tíma tók að vinna barnasáttmálann væri hægt að vinna tímalínuna myndrænt fyrir hvern og einn til að setja í möppu. Hægt er að nota hér Fylgiskjal 6. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 91 Fylgiskjal 5 Mannréttindi og Barnasáttmálinn 1. Barnasáttmálinn var samþykktur og undirritaður árið 1989. Hvað er langt síðan 1989? 2. Af hverju þurfa börn sérstök réttindi? 3. Af hverju var Barnasáttmálinn búinn til? 4. Hvað tók það langan tíma að skrifa og undirbúa Barnasáttmálann til undirritunar? Af hverju haldið þið að það hafi tekið svona langan tíma? 5. Hvað þýðir að lögfesta? Þekkir þú dæmi um einhver lög sem gilda fyrir alla? 6. Af hverju þurfa börn sérstök réttindi? 7. Af hverju var Barnasáttmálinn búinn til? 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 92 Fylgiskjal 6 Tímalína Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 1900 Börn höfðu engin réttindi 1924 Genfaryfirlýsingin: Fyrstu reglur um vernd barna 1945 Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar 1948 Mannréttinda- yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 1959 Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna 1979 Byrjað var að semja Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna 1989 Barnasáttmálinn samþykktur og undirritaður 1992 Ísland fullgildir Barnasáttmálann 2013 Barnasáttmálinn lögfestur á Íslandi 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 93 Fylgiskjal 6 Tímalína Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna 1900 1924 1945 1948 1959 1979 1989 1992 2013

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 20 Smiðja 2 EFNI BARNASÁTTMÁLANS – HELSTU ÁHERSLUR Markmið: Að nemendur: • kynnist Barnasáttmálanum – hvernig hann varð til og hvaða hlutverki hann þjónar • kynnist fjórum grundvallarákvæðum Barnasáttmálans; 2., 3., 6. og 12. gr. • átti sig á því hvers vegna það er mikilvægt að börn þekki réttindi sín • kynnist tilgangi þess að læra um réttindi barna Forþekking Hvaða réttindi þekkja börnin nú þegar? Kennari skrifar réttindin sem börnin nefna upp á töflu. Dæmi um réttindi barna samkvæmt Barnasáttmálanum gætu verið: • að fá menntun og fá tækifæri til að þroska hæfileika sína • að fá hollan mat og hreint vatn • að hafa einhvern sem hugsar vel um mann • að leika sér og hvíla sig • að njóta verndar gegn ofbeldi • að fara til læknis ef þú slasast eða veikist • að fá tækifæri til þess að segja hvað manni finnst um það sem skiptir mann máli Kveikja – Myndband Nemendur horfa saman á myndband frá UNICEF um efni Barnasáttmálans. Barnasáttmálinn er settur saman úr 54 greinum og þær eru allar jafn mikilvægar. Það fer svo eftir aðstæðum hverju sinni hvaða grein skiptir einstök börn mestu máli. Fjórar greinar eru grundvallargreinar sem líta þarf til þegar við túlkum og notum allar greinar sáttmálans. Í þessu myndbandi lærir þú meira um þær. Efni barnasá ttmá lans Í myndbandinu er nokkuð flókinn orðaforði. Hér eru dæmi um orð sem gæti verið gott að fara yfir jafnóðum og þau koma fyrir í myndbandinu, eða á undan, allt eftir því sem hentar hverju sinni: grein að tjá sig tengsl að standa vörð um grundvöllur – grundvallargreinar innbyrðis að fela í sér stjórnvöld jafnræði sjálfsmynd fyrir bestu að rækta sjálfsmynd í þeirra stað

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 21 Umræða Eftir áhorfið skoðar bekkurinn og kennarinn saman það sem skrifað var á töfluna í upphafi. Nemendur bæta við réttindum sem nefnd voru í myndbandinu en eru ekki á töflunni. Fróðleikur Hvers vegna er mikilvægt að börn þekki réttindi sín og annarra? Mjög mikilvægt er að börn átti sig á því hve dýrmætt það er að þekkja eigin réttindi og annarra, bæði til að geta passað betur upp á sig sjálf og látið vita ef eitthvað er ekki í lagi og einnig til að geta hjálpað náunganum og staðið vörð um réttindi annarra. Börn átta sig betur á því hversu mikilvægt er að koma vel fram við náungann og saman má setja markmið um að útrýma fordómum, stríðni og einelti. Barnasáttmálinn Barnasáttmálinn hefur þrjú þemu. Þau eru umönnun, vernd og þátttaka. Þannig á hann að tryggja öllum börnum að hugsað sé vel um þau og þau fái það sem þau þurfa til að líða vel bæði líkamlega og andlega. Til þess þurfa þau margt, t.d. heimili, næringu, svefn, menntun, leiðsögn, heilbrigðisþjónustu og vernd gegn ofbeldi, vímuefnum, skaðlegri vinnu og öðru sem er vont fyrir þau. Þau þurfa líka að fá tækifæri til þess að hafa áhrif á líf sitt og samfélagið sitt og því hafa þau tjáningarfrelsi, skoðanafrelsi, rétt til einkalífs og rétt á því að fá tækifæri til að tjá skoðanir sínar um það sem varðar þau og að fullorðnir hlusti á þau. Stjórnvöld og þeir fullorðnu bera ábyrgð á því að búa svo um að réttindi barna séu virt. Sáttmálinn er settur saman úr 54 greinum og þar af eru fyrstu 42 greinarnar efnislegar og það eru þær sem allir þurfa að þekkja. Greinar 43–52 eru tæknilegri og útskýra hvernig Barnasáttmálinn virkar. Allar greinarnar eru jafn mikilvægar. Það fer svo eftir aðstæðum hverju sinni hvaða grein skiptir einstök börn mestu máli. T.d. er 23. grein afar mikilvæg fyrir öll börn með fötlun og 30. grein mjög mikilvæg fyrir börn af erlendum uppruna. Allar greinarnar tengjast og því þarf ávallt að horfa á réttindin sem eina heild. Til dæmis má nefna að þrátt fyrir að öll börn hafi bæði skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi mega þau samt ekki segja hvað sem er. Þau mega ekki tjá sig á þann hátt að það brjóti gegn réttindum annarra til verndar gegn andlegu ofbeldi. Þannig geta réttindin skarast og því eru þau ekki takmarkalaus. Réttindi eins byrja þar sem réttindi annars enda.

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 22 Verkefni 1: Umönnun, vernd og þátttaka Hvað merkja hugtökin umönnun, vernd og þátttaka? Kennari stjórnar hugstormun í bekknum og skráir skýringar nemenda jafnóðum. Getur bekkurinn sameinast um góðar skilgreiningar á þessum hugtökum? Með þátttöku er í raun átt við rétt sérhvers barns til að taka þátt í að taka ákvarðanir varðandi eigið líf, þ.e.a.s. hafa áhrif á þær. Þátttökugreinar eru t.d. grein 12 um virðingu fyrir skoðunum barna, grein 13 um tjáningarfrelsið, grein 14 um skoðana- og trúfrelsi, grein 15 um félagafrelsi og grein 17 um aðgengi að upplýsingum. Kennari teiknar þrjá stóra hringi sem skarast á töflu, skjá eða á maskínupappír. Kennari merkir hringina umönnun, vernd og þátttaka. Kennari sýnir dæmi um greinar sem tilheyra hverjum hring og greinar sem skarast við tvo eða þrjá flokka. Börnin vinna síðan saman í námspörum eða hópum. Kennari skiptir greinum Barnasáttmálans, nr. 1–42, á milli hópanna eða námsparanna. Börnin skoða greinarnar og finna út hvaða flokki (umönnun, vernd og þátttöku) þær tilheyra. Síðan tákna þau greinarnar sem þau unnu með á miða með því að teikna og/ eða skrifa og líma þá á rétta staði í hringjunum. Hér er mikilvægt að ítreka að margar greinar falla undir tvö eða jafnvel öll þemun. Hér er líka hægt að nota Fylgiskjal 7. Grundvallarreglur Barnasáttmálans Öll réttindi Barnasáttmálans eru mikilvæg en þó fela fjögur ákvæði hans í sér grundvallarreglur sem eiga alltaf við. Mikilvægt er að hafa þær í huga þegar sáttmálinn er notaður og önnur ákvæði sáttmálans eru túlkuð. 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 94 Fylgiskjal 7 Umönnun, vernd og þátttaka Umönnun Vernd Þátttaka

40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 23 Kennari og nemendur ræða hverja grein fyrir sig. • Jafnræði – bann við mismunun Þetta ákvæði segir að öll börn hafi jöfn réttindi, það skiptir ekki máli hvaðan þau koma, hvernig þau líta út, hvaða tungumál þau tala, á hvað þau trúa, hvort þau eru heilbrigð eða veik/fötluð, koma frá ríku heimili eða fátæku eða hvað mamma þeirra og pabbi hafa gert eða sagt. Öll börn eru jafn mikilvæg. • Það sem er barninu fyrir bestu Þegar fullorðnir taka ákvörðun um eitthvað sem snertir líf barns/barna á alltaf að skoða hvað er best fyrir barnið og hafa það að leiðarljósi. Til þess að vita hvað er best fyrir barnið er margt sem þarf að skoða, t.d. lög, reglugerðir, reynsla og rannsóknir, og þá er mikilvægt að tala við barnið, heyra skoðun þess og taka tillit til þess sem það hefur að segja í takt við aldur og þroska barnsins. • Réttur til lífs og þroska Þetta ákvæði segir að aðildarríki lofi að passa upp á að börn fái það sem þau þurfa til að lifa og þroskast. Það þýðir bæði það sem þau þurfa líkamlega og andlega þannig að þau geti nýtt, þróað og þroskað hæfileika sína og færni. Ef foreldrar geta ekki sinnt hlutverki sínu er það skylda stjórnvalda að veita stuðning og aðstoð. • Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif Þegar verið er að ákveða eitthvað sem varðar börn eiga börn að fá tækifæri til að hafa áhrif á það sem ákveðið er með því að segja skoðun sína, deila reynslu sinni og hugmyndum. Það sem skiptir máli í þessu tilliti er aldur barnsins og þroski. Því eldra sem barnið er, því meiri áhrif á það að hafa. Hér væri hægt að prenta út Fylgiskjal 2 sem er samantekt af grundvallarreglum Barnasáttmálans ef ætlunin er að nemendur safni gögnum í möppu með vinnu sinni í þessari smiðju. Dæmi: Skólayfirvöld eru að ákveða reglur varðandi símanotkun í skóla. Þegar þessi ákvörðun er tekin er mikilvægt að: • Taka ákvörðun sem felur ekki í sér neina mismunun fyrir börn. Ákvörðunin þarf að gilda jafnt yfir alla. (2. gr.) • Taka ákvörðun sem byggir á því hvað er best fyrir börnin í skólanum. Því þarf að kanna hvernig síminn er notaður í skólanum, hvaða áhrif símanotkunin hefur á börn, skoða niðurstöður rannsókna, safna reynslusögum o.s.frv. (3. gr.). • Þegar ákvörðunin er tekin þarf að hafa í huga áhrif hennar á líf og þroska barna. (6. gr.) • Í ákvörðunartökuferlinu er mjög mikilvægt að það sé talað við börnin í skólanum og að tekið sé tillit til þess sem þau hafa að segja við ákvörðunartökuna. (12. gr.) 40756 | Réttindasmiðjan – Mannréttindafræðsla | Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 88 Fylgiskjal 2 BARNASÁTTMÁLINN Grundvallarreglur Barnasáttmálans: Öll réttindi Barnasáttmálans eru mikilvæg en þó eru fjögur ákvæði hans sem eiga alltaf við. Mikilvægt er að hafa þær í huga þegar sáttmálinn er notaður og önnur ákvæði sáttmálans eru skoðuð: 2. gr. Jafnrétti – bann við mismunun Öll börn eiga að njóta allra réttinda Barnasáttmálans án tillits til þess hver þau eru, hvar þau búa, hvaða tungumál þau tala, á hvað þau trúa, hvernig þau hugsa og líta út, af hvaða kyni þau eru, hvort þau eru fötluð, rík eða fátæk og án tillits til þess hvað fjölskylda þeirra gerir eða trúir á. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti. 6. gr. Réttur til lífs og þroska Sérhvert barn á meðfæddan rétt til lífs og skulu aðildarríkin tryggja að það megi lifa og þroskast. 3. gr. Það sem er barninu fyrir bestu Allar ákvarðanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu. Setja á lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir og þjónusta sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfsmanna og yfirumsjón. 12. gr. Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=