Milli himins og jarðar - Refurinn

. 16 Friðland Refir búa um mestallt land, nema á jöklum og eyjum við landið. Á nokkrum stöðum eru þeir friðaðir. Það þýðir að þar má hvorki veiða refi né trufla þá á annan hátt. Skoðaðu landakort og finndu Hornstrandir. Mikilvægasta friðland refa á Íslandi er á Hornströndum. Þar eru stór fuglabjörg og langar strendur þar sem gott er að ná í æti. Margir ferðamenn heimsækja friðlandið sérstaklega til að skoða refina. Refur á Hornströndum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=